Aldamót - 01.01.1897, Síða 25
25
mikið mætti með réttu setja út á hina lútersku trú-
arjátning, eru þeim kenningaröfgum algjörlega óvið-
komatidi. Hér er eingöngu um það að rœða, sem
gjörvöll lúterska kirkjan játar kristilegan sannleik,
og það einmitt aðalsannindi kristindómsopinberunar-
innar. Hún ritaði þau sannindi upphaflega á merki
sitt, og undir þvi rnerki hafa allir söfnuðir hennar,
hvar sem þeir hafa átt heima á víð og dreif út uin
löndin, siðan gengið sameiginlega alt fram á þennan
dag.
Ekki er vert að gleyma því, að þetta kirkju-
lega merki lúterskra manna hefir stundum á liðnum
tíðum verið í raunalega litlum metum meðal sjálfra
þeirra. Á 18. öldinni, sem þó kallaði sig upplýsing-
aröld, en sem jafnframt var hin mesta andlejrsisöld
og ófrelsisöld, var trúarjátning vor víðast hvar í
kirkjunni, sem kenndi sig við Lúter, í fullkominni
óvirðing. Hið göfuga andlega hermerki blakti þá
yfir kirkjunni eins og áðr, en allr þorri klerka og
leikinanna virti það ekki viðlits Því var leyft að
hanga á hinni gömlu flaggstöng, en menn tóku ná-
lega ekkert tillit til þess. Skynsemistrúardauðinn
ríkti þá. En svo fór trúin og kirkjan kristilega í
byrjan þessarar aldar f'yrir náð guðs að risa upp
frá dauðum. Og þá fóru menn að hafa hið kirkju-
lega merki í heiðri og veita því eftirtekt, sáu, að
frelsi og framför kirkjunnar var undir því komin,
að kirkjan í heild sinni stefndi nákvæmlega í þá átt,
sem inerkið sagði til. — Þegar fólk í liinum ýmsu
löndum hefir vaknaö til meðvitundar um þjóðernis-
legt sjálfstœði sitt, fyrir alvöru tekið að keppa áfram
i þjóðfrelsisáttina, þá hefir þvi æfinlega verið það
samfara, að það fór að halda upp á sitt sérstaka