Aldamót - 01.01.1897, Síða 27
27
Menn mœtast A miðri leið — þannig, að þeir, sem
halda upp á kirkjuna og þann sannleik, er henni
hefir verið trúað fyrir, draga fiaggið niðr í hálf'a
stöng, og hinir mennirnir draga það jafn-hátt upp.
Þér vitið allir, hvað það vanalega merkir, þegar
slíkt flagg ber fyrir augu yðar. Það merkir dauð-
ann; það merkir lík, sem enn þá ekki hefir verið
grafið — En flaggið í hálfri stöng uppi yfir kirkj-
unni á Islandi merkir þó nokkuð annnað. Það merk-
ir það, að hvorki trúin né vantrúin er þar komin
út úr þokunni. Og það með, að þorri fólksins unir
sér merkilega vel í þeim andlega þokuheimi og hefir
enga sýnilega tilhneiging til þess að komast þaðan
út.
Þess má þó til að geta í sambandi við þetta
mál, að til eru þeir menn á Islandi, sem í fyllsta
máta hafa trúarjátning kirkju vorrar i heiðri og
óska þess af hjarta, að hún nái allsherjar viðrkenn-
ing bæði hjá prestum og söfnuðuin. Um það ber
hið unga trúmála-tímarit »Verði ljós!« skýran vott.
Þar er hið lúterska kristindómsflagg vitanlega al-
gjörlega dregið upp. Trúmálaruglingrinn íslenzki er
þar allr horfinn. Og það bendir þó á, aðhinniand-
legu þokunni sé til nokkurra muna tarið að létta
upp í kirkjunni þar heima. En nema því að eins,
að sú ljóskveyking leiði til þess, að reglulegr flokkr
myndist innan kirkjunnar, sem verklega heldr í þá
stefnu, er blaðið bendir til, heitbindr sig félagslega
til þess að berjast fyrir þeim sannindum og heirnta
þau skýlaust viðrkennd af öllum þjónum kirkjunnar,
má búast við því, að líka þessi virðingarverða til-
raun kristindómi landslýðsins til viðreisnar verði þá
og þ?gar borin ofrliði af andstœðum öflum. Til-