Aldamót - 01.01.1897, Side 28
28
hneigingin er merkilega, rík í mannlegu eðli til þess
að lifa i hinum andlega þokuheimi. Og þó að þeir
einstöku menn, sem riú hafa vakizt upp til að tala
skýr og ótvírœð orð í kristindómsáttina, haldi, eins
og vér staðfastlega vonum, áfram með þann vitnis-
burð, gefist fyrir sitt leyti aldrei upp við það ljós-
kveykingarverk, þá má ganga að því sem nokkurn
veginn vísu, að þegar þeir eru fallnir frá, verði
kenningunum þeirra leyft að falla í gleymsku og dá,
svo framarlega sem menn fást ekki til að tryggja
lif þeirra og útbreiðslu á félagslegan hátt; -- með
öðrum orðum: að hið kirkjulega merki, hið lúterska
trúarflagg, hnigi þá og þá aftr íétt eins og af sjálfu
sér niðr í hálfa stöng og kirkjulífið um leið til baka
inn í þokuna. En samfara flokksmyndan þeirri í
kirkju Islands, sem nú hefir verið á bent, hlyti málið
um algjöran aðskilnað ríkis og kirkju að koma upp
og verða kristindómsvinunum verulegt áhugamál.
Menn mega ekki hræðast þann aðskilnað eða bar-
áttu þá, er hann óhjákvðemilega myndi hafa i för
með sér, ef þeir á annað borð hafa trú á það, að
það sé lífsnauðsyn fyrir þjóðina að komast til fulls
og alls út úr hinni gömlu þokutilveru.
VI.
Vér Vestr-Islendingar erum að all-miklu leyti
komnir út úr þokuntii. Eg segi ekki, að vér séum
komnir það til fulls og alls. Því fer mjög fjarri,
og þvi er nú verr og miðr. En í samanburði við
ástandið á Islandi er hér tiltölulega lítil þoka í fé-
lagslifi almennings. Munrinn í þvi tilliti nálega eins
mikill eins og á náttúrunni þar með hinu mikla
þokuríki og náttúrunni á hinum núverandi byggi-