Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 29
29
stödvum vorum, þar sem heita má að aldrei komi
þokudagr. Hin ákveðna flokkaskií'ting í öllum aðal-
málum almennings ræðr hér gangi sögunnar. Hin
andstœðilegu öfl, sem til eru í þjóðlíflnu, koma hér
skýrt og greinilega út. Hér er fyrir löngu orðinn
margfaldr aðskilnaðr. Stjórnmálaflokkarnir eins og
skipaðar fylkingar í bardaga, hver með sitt sérstaka
hermerki uppi yfir sér, sem ómögulegt er fyrir neinn
með opnum augum að villast á. Og kirkjan með
sínum mörgu flokkum haldandi uppi eins mörgum
sérkennilegum trúarmerkjum; hver einstök kirkju-
deild haldandi frarn sinni sérstöku trúarjátning og
skuldbindandi alla sína limi til að framfyigja henni
af öllum mætti, og því að eins hafandi von um
framgang og sigr í hinni andlegu félagsbaráttu, að
menn haldi hóp undir hinu sameiginlega flokksmerki.
Og vantrúin líka búin að mynda flokk eða réttara
sagt marga flokka, eins marga og vantrúarstefnurn-
ar eru margar, til þess að tryggja sér og sínum
kenningum framtíðarlíf í mannfélaginu, til sóknar
og varnar gegn hinni kristilegu trú og til þess, ef
unnt væri, að geta á endanum staðið sigri hrósandi
uppi á vígvellinum. Og vér Vestr-íslendingar erum
lika orðnir hluttakandi í þessum aðskilnaði, þessari
flokkaskifting. Og að sama skapi erum vér komnir
út úr þokunni. Vér stöndum að því leyti framar
brœðrum vorum á íslandi. En ekki skulum vér
láta oss detta í hug að þakka sjálfum oss þessa
yfirburði. Vér fluttumst hingað — leiddir af ósýni-
legri hendi burt frá hinum kæru íslenzku ættstöðv-
um — inn í nýjan umheim. Og eins og vér þá
vorum hrifnir út úr hinni náttúrlegu þokunni, hvort
sem oss likaði það betr eðr verr, alveg eins urðum