Aldamót - 01.01.1897, Side 30
: 0
vér að gjöra oss það að góðu að semja oss að hin-
um andlegu landsháttum hér, gjöra sjálf'um oss ljóst,
hvert vér vildum stefna andlega, á hvað vér eigin-
lega tryðum bæði í borgaralegum efnum og andleg-
um skilningi, hvern félagsflokk vér vildum skipa,
með öðrum orðum: komast út úr þokunni. Vér sá-
um, að þetta gamla islenzka stefnulausa þokulíf
dygði ekki hér. Ef vér héldum því áfram, hlytum
vér að hverfa hér i haf tilveruleysisins, verða að
engu, eins og sumum á Islandi þóknaðist að spá að
fara myndi fyrir öllum þeim, er þaðan leituðu til
þessa lands. Og svo fóru Islendingar hér eins og
annað fólk að verða flokkstuenn, — flokksmenn i
stjórnmálum, flokksmenn í trúmálum, og flokksmenn
i mörgum fleiri málum. (Jg um leið og menn urðu
flokksrnenn hlutu prógrömm flokkanna eða tiúar-
játningarnar bæði i kirkjulegum og öðrum skilningi
að koma til greina fyrir þeim öllum.
Eg hugsa nú að eins um oss að því leyti, sem
vér erum lúterskir kirkjumenn. Og þá skal eg há-
tíðlega gjöra þá játning fyrir yðr öllum á þessu
kirkjuþingi, að þó að eg af hjarta trúi á hið sam-
eiginlega hermerki vort, trúarjátning lútersku kirkj-
unnar, og telji það hiklaust eöfugast og fullkomnast
allra merkja, sem kristnir menn um víða veröld bera
fyrir sig, og þó að eg allt af hafi haft þessa sar.n-
fœring frá þvi fyrst er eg fyrir réttum 20 árum
með veikum kröftum og skjálfandi hendi fór að eiga
við kirkjulegt starf meðal landa minna hér í Ameríku,
þá hefi eg margoft haft sterka freisting til þess að
gefast upp, leggja árarnar í bátinn og láta hann og
sjálfan mig berast til baka fyrir andstœðum straumi,
er brátt fór að verða merkjanlegr, inn i hina gömlu