Aldamót - 01.01.1897, Page 31
31
islenzku þokuna. Eg þekkti talsvert til trúarlegra
öfga, sem áttu heirna og eiga enn heima í kirkjunni,
og meðal annars i hinni lútersku kirkju hér í land-
inu. 0g mér stóð af þeim stuggr; en á hinn bóginn
þekkti eg engan veginn til hlitar þá sannleiksauð
þann hinn mikla, er felst i hinni sameiginlegu játn-
ing kirkju vorrar. Eða mér fannst hann, ef til vill,
myndi vera meiri en svo, að áræðanda væri fyrir
mig að kasta eign minni á hann. Það leit út fyrir,
að þar gæti verið meira fólgið í en eg væri maðr
að standa við. En brátt varð mér ljóst, að ef nokk-
uð ætti að verða úr kristindómsprédikaninni, ef
kirkja vor hér ætti að halda lífinu, þá varð að taka
með inn i kenninguna og kirkjutrúna allt, undan-
tekningarlaust allt, sem hin lúterska kirkja hefir
ritað á merki sitt með sinni sérstöku trúarjátning.
Sannleikrinn kristilegi var þar allr, og það þurfti
að taka hann allan jafnt til greina, ef verkið ætti
ekki að verða ónýtt hálfverk. — Til er orð, trú-
málum viðkomanda, bæði kirkjulegum trúmálum og
öllum öðrum, sem öllum þykir ljótt og fráfælanda.
Það er orðið hrœsni. Og það er mannkynsfrelsarinn
Jesús Kristr sjálfr, sem hefir sýnt allan ljótleikinn,
er liggr í þessu orði, og með þeirri opinberan gjört
það svo afar hræðilegt. Var ekki hætt við þvf, að
vér gjörðum oss seka í þessari ljótu synd, hrœsn-
inni, ef vér drœgjum hið kirkjulega merki vort,
hina lútersku trúarjátning, algjörlega upp, hafandi
hugboð um það, að enn þá meira kynni í henni að
liggja enn vér værum menn við að standa ? En
var ekki líka hætt við því, að vér yrðum hrœsnar-
ar, ef vér tœkjum að eins nokkurn part af hinum
opinberuðu sáluhjálparsannindum kristindómsins með