Aldamót - 01.01.1897, Page 32
oss til hinnar kirkjulegu starfsemi? Myndi ekki
sjálfsagt, ef vér vildum vera einlægir í trú vorri á
frelsarann, að taka líka til greina þau atriði í kenn-
ingunni hans, sem helzt myndi verða oss tii auð-
rnýkingar, og skuldbinda oss til hlýðni við þau eins
og allt hitt úr sömu áttinni? Vér hlutum að til-
einka oss sannleikann allan, kasta eign vorri á trú-
arjátning kirkju vorrar alla, draga hið hreina lút-
erska kirkjuflagg algjörlega upp, ef verk vort hið
kirkjulega ætti ekki að verða stefuulaust, ónýtt
hálfverk, og vér sjálfir jafnt og stöðugt að ganga
rneð þeirri meðvitund innanbrjósts, að vér værum
lirœsnarar. Mótspyrnan, sem vér höfum orðið fyrir
jafnaöarlega í liðinni tíð, hefir að því leyti verið oss
til góðs, að vér höfum neyðzt til að rannsaka efni
trúar vorrar miklu meir en vér annars myndum
hafa gjört. Og við þá rannsókn styrktist sannfœr-
ingin hjá oss um það, að í trúarjátning kirkju vorr-
ar væri hvorki of né van, að meginsantiindi krist-
indómsins væri þar öll og þarinig frá hinum ýmsu
trúaratriðum gengið, að ekkert ber annað ofrliði.
Og um leið og vér styrktumst í þessari sannfœring
varð oss Ijóst, að vér hlytum að taka jatnt tillit til
allra þessara sanninda, ef vér ættum að geta stað-
izt mótspyrnuna frá hálfu vantrúarinnar. Vantrúin
dró upp merki sitt skýlaust. Og svo lilutum vér
þá líka að draga upp alhreint kristilegt tiúarmerki.
»Þér ætluðuð að gjöra mér illt«, sagði Jósef við
brœðr sína, »en guð sneri því til góðs«. Vér hlut-
um að leyfa sannindurn trúarinnar að koma öllum
fram út úr þokunni úr því varitrúin var komin út
úr þokunni.