Aldamót - 01.01.1897, Qupperneq 33
En baráttu og sársauka hefir það kostað oss.
Því jafnt og stööugt kom það fram, að vér stóðum
ekki við hinn mikla og afar víðtœka sannleik trúar-
játningar vorrar í lífinu, eða að minnsta kosti mjög
ófullkomlega. Svo og svo margir i hópi leikmanna,
sem upphaflega höfðu gengið undir merki með oss,
gjörzt limir i frumbýlingssöfnuðum vorum, hurfu
undan merkinu, sneru viðoss bakinuog slógust í lið með
mótstöðumönnunum. Og jafnvel sumir af prestunum
brugðust og sneru í sömu átt. Og svo kváðu við
brigzl nálega úr öllum áttum, ekki að eins frá opin-
berum vantrúarmönnum beggja megin hafs i byggð-
um íslendinga, heldr lika frá svo og svo mörgum,
sem töldu sig til kristinna manna heima á Islandi og
hér í landi, jafnvel í vorum eigin söfnuðum, um það,
að vér værum hrœsnarar, menn, sem á móti betri
vitund, sjálfum oss til veraldlegra hagsmuna, vær-
um að leiða fólk vort í villu, byrgja fyrir þvi sól-
arljósið, hneppa það í andlega þrældómsfjötra. Þau
eru ónotaleg fyrir hold og blóð, önnur eins brigzl.
Og það er freisting fyrir þá, sem ekki eru sterkari
á svellinu en eg og mínir likar, eins veikir í trúnni
og vér hljótum að játa oss vera, til þess að slá und-
an, slá af hinni kirkjulegu kenning, draga merkið
niðr — að minnsta kosti til hálfs, horfa aftr til baka
inn í gömlu islenzku þokuna. Og að því er sjálfan
mig persónulega snertir, þá verð eg að segja það,
að samkvæmt eðlisfari og þjóðernislegu uppeldi mínu
hafi eg talsverða tilhneiging i þá átt.
Eg er fœddr að Þvottá í Alftafirði, svo að segja
fast við Austurhorn á Islandi, á suðaustrströndlands-
ins, þar sem meira er um þokunáttúruna íslenzku
heldr en nokkurs staðar annars staðar þar með
3