Alþýðublaðið - 28.01.1967, Page 8

Alþýðublaðið - 28.01.1967, Page 8
Það horfir víða ófriðvænlega í heimi hér, og víða eru smáskærur eða ólga undir niðri. Sumsstaðar er barizt fyrir opnum tjöldum, sumsstaðar er skæru- hernaður og svo mætti áfram telja. Hér fer á eftir upptalning á 32 löndum, þar sem annað hvort er barizt eða ófriðlega horfir í- Sleppt er að minnast á styjöldina í Víetnam. Það mál er ekki hægt að afgreiða með fimm eða tíu lmum. Stuðzt er við hliðstæða upptalningu, sem nýlega birt- ist í dönsku vikublaði. 1. Kýpur. Tiltölulega litlir árekstrar urðu þar á árinu 1966 milli tyrkneska minnihlutans og grísku Kýpurbú- anna. Engin endanleg lausn hefur þó fúndizt á deilunum. sem fyrir- varalaust geta blossað upp á nýjan leik. 2- ísrael. Til átaka hefur hvað eftir ann- að komið milli hers ísraelsmanna og skæruliða, sem sendir hafa verið yfir landamærin frá Sýr- iandi. í desember skutu ísraelsk- ar orrustuþotur niður tvær MIG- þotur frá Egyptalandi. Átti þetta sér stað í lofthelgi ísraels. 3. Jórdanía. í október gerðu ísraelskar flug- vélar og hermenn frá ísrael árás- ir á landamæraþorp í hefndar- skyni fyrir skemmdarverk unnin í ísrael. Hussein konungur hefur átt við talsvert andstreymi að etja þar sem ýmsir landsmenn hans eru þeirrar skoðunar, að hann hafi ekki fylgt nægilega harðri stefnu gagnvart ísrael. Choukerity sem er leiðtogi þeirra, er frelsa vilja Palestínu, er liarður keppi- nautur konungs um vinsældir hjá landsfólkinu. Hann nýtur stuðn- ings vaidhafanna í Saudi-Arabíu. 4. Sýrland- Hinn sósíaliski liluti Baath- flokksins tók völd eftir nokkrar óeirðir. Flokkurinn, eða flokks- brotið^ er undir fórystu Jadid hershöfðingja. Sú ákvörðun að þjóðnýta Iraq Petroleum Co. og Ioforðið um harðari stefnu gegn ísrael í framtíðinni, geta orðið til þess að koma af stað frekari ó- eirðum á þessu ári. 5. Nígería. Alveg síðan stjórnarskiptin urðu, hafa ættflokka- og héraða- deilur komið í veg fyrir að hægt væri að koma á traustri stjórn í landinu. í nóvember hrapaði Sky- master flugvél í Cameroun, sem flutti vopn til uppreisnarmann- anna í Austur-Nígeriu. Búast má við, að þarna dragi til frekari tíð- inda áður en varir. 6- Kamerún. Kamerúnski þjóðarflokkurinn berst um þessar mundir harðvít- ugri baráttu gegn því sem leið- togar flokksins kalla „hina nýju nýlendustefnu" Doualis. 7. Franska Som- alíland. Þegar de Gaulle Frakklandsfor- seti kom í heimsókn til þessa lands í sumar, fékk alheimur af því fréttir, að þar væri til staðar sterk og öflug sjálfstæðishreyfing. Franskar hersveitir bældu öll mót- mæli og kröfugöngur niður með harðri Iiendi. Þrátt fyrir loforð de Gaulle um sjálfstæði landsins er lítið eða ekkert lát á and- spyrnu gegn yfirvöldunum. 8. Somalí. Nokkur hluti ættbálks eins í landinu á í stöðugum erjum við granna sína á landamærum lands- ins og Kenýa og Ethiópíu. 9. Súdan. Stjórnin í Khaortum á í stöð- ugum erfiðleikum. Helzti and- stæðingur hennar er hópur blökku manna, sem ekki eru múham- meðstrúar. Þeir beita sér fyrir stöðugum óeirðum. Félagsskap sinn kalla þeir Anya-Nya. 10- Kongó. Pierre Mulele heldur áfram baráttu sinni í Kouilu. Skæru- liðabúðum hefur verið komið upp í fjallahéruðunum í grennd við Tanganiykavatnið. Skæruliðarnir virðast nú algjörlega vera horfn- ir úr stærri borgum landsins — Stanleyville, Ponthierville, Buka- vu, — en þeir eru ekki fjarri skógunum. Þótt Mobutu hers- höfðingi hafi orðið að hressa upp á minningu Lumumba, og reynt að hreinsa hann af öllum sökum, þá hefur slíkt ekki skapað honum miklar pólitískar vinsældir. Menn muna, að hann var einn þeirra, sem tóku Lumumba fastan 1961. 11. Rhódesía- Svo virðist sem skipulögð mót- mælahreyfing gegn stefnu Ian Smith sé nú að taka við af öldu smáskæra og smávægilegra skemmdarverka. í apríl kom til á- taka með múgi og lögreglumönn- um, sem m. a. höfðu þyrlur sér til aðstoðar. Blökkumennirnir virðast ekki hafa önnur ráð til- tæk en að beita valdi gegn hvíta minnihlutanum. 12. Nýlendur Portúgala. í Angola eru það einkum tveir hópar, sem berjast gegn hermönn- um Portúgalsstjórnar. Annars veg- ar þar er GRAE undir forystu Roberto Holden. Höfuðstöðvar þeirra eru í Kongó. Hins vegar er svo MPLA, en leiðtógar þeirra samtaka eru Agosthino Neto og Mario de Adrate. Tilraunir til að koma á sainvinnu með þessum 2 aðilum hafa mistekizt til þessa. í Mozambique standa málin þannig, að FRELIMO hefur haldið uppi vopnaðri andspyrnu gegn Portúgölum síðan á jóladag 1964. Meðlimum frelsishreyfingarinnar hefur orðið vel ágengt, og til þess að reyna að festa nýlendustjórn- ina frekar í sessi hafa Portúgalar gert tilraunir til að fá eina milljón manna til að flytjast búferlum frá Portúgal til Mozanbique. Guinea: PAIGO, sem komst á laggirnar 1956 hefur orðið vel á- gegnt. Samtökin hafa sinn eigin her, sína eigin skattheimtumenn og sína eigin skóla. Undir forystu Amilear Cabral eru þau sögð hafa á valdi sínu að minnsta kosti 2/3 hluta landsins. Ókyrrð er allmikil. 13 Suður-Afríka. „Umkonte we Sizwe” eða ,sverð þjóðarinnar’ gengst þar enn sem fyrri fyrir skæruhernaði gegn stjórn Vorsters. Panafríski flokk- urinn og Afríski flokkurinn eiga báðir aðild að þessum aðgerðum. 14. Jemen. Þar heldur baráttan stöðugt á- íram milli „immansins” og kon- ungssinnanna, sem honum fylgja að málum og rijóta stuðnings stjórnarinnaf í Saudi Árabíu og andstæðingar þeirra eru lýðveldis sinnar, sem njóta stuðnings Egypta, sem þó virðist vera að missa á- hugann á landinu og því óvíst hver úrslit deilna þar verði. 15. Aden og Oman Þar eigast við þjóðlegar frelsis sveitir og hersveitir Breta, sem gæta hagsmuna þeirra í þessum olíulöndum. í Bahrein hafa verka- menn verið í verkfalli, sem beinzt hefur gegn Standard Oil. Verk- fallið hefur staðið í 18 mánuði. 16. Kasmír. Samið var um vopnahlé í Ta- shkent í fyrravor í deilu Indverja og Pakistana. Ekkert samráð var þá haft við þjóðernissinnana í Kasmír og una þeir illa sínum hlut. Horfur á áframhaldandi ó- ró á þpssu ári. 17- Indland. Allt frá því, að Indland losnaði undan viðjum Breta, þá hafa minnihlutar Mizomanna og í Naga barizt fyrir sjálfstæði sinna hér- aða. Þetta hefur landsstjórnin ekki viljað taka í mál. Fjölmörg skemmdarverk hafa verið framin á járnbrautarlínum á árinu. Hef- ur þetta kostað mörg mannslíf. Indverski herinn hefur staðið fyrir meiriháttar flutningum Mi- zoa í burt frá heimkynnum sín- um til að uppræta mótþróa. Kosn- ingarnar í febrúar munu hafa mik- ið að segja um þróun mála í Indlandi árið 1967. 18. Sinkíang. Ýmislegt hefur borið til tíðinda þarna og hafa þar átzt við sov- ézkir og kínverskir landamæra- verðir. Enn er ekki upplýst í smá atriðum, hvernig þessum árekstr- um hefur lyktað, en orsakir flestra þeirra munu hafa verið hjarð- menn, sem þarna virða ekki hin pólitísku landamæri. Bæði þessi herveldi hafa komið upp miklum hernaðarmannvirkjum á landa- mærunum í seinni tíð. 19. Tíbet. Þar hefur oftar en einu sinni komið til átaka milli tíbetskra þjóðernissinna og Kinverja, sem hafa mikið setulið í Tíbet. Lítið hefur þó af þessum átökum frétzt, og enn minna verið um þau skrifað. 20. Kína. Þar gerast nú fréttir á hverjum degi, og verður ekki sagt fyrir um endalok þeirrar þróunar, sem þar er nú hafin. Rauðu varðliðarnir, sem allir virtust elska í upphafi menningarbyftingarinnar eiga í alvarlegum útistöðum við hluta íbúanna. Sumir telja að Kína hafi verið eða sé á barmi borgarastyrj- aldar. 21. Burma. 'Þar eiga ýmsir minnihlutahópar í stöðugum erjum og útistöðum við stjórnina í Rangoon, sem þó er ekki talin vera í neinni hættu um að missa völdin. 22. Laos-Thailand. Erjurnar milli stjórnarhersveit- anna og Pahet Lao virðast hafa minnkað talsvert á síðastliðnu ári. Yfirmaður flughersins beitti sér fyrir byltingartilraun gegn stjórn- inni og hægri sinnuðum stuðnings 3 28. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.