Aldamót - 01.01.1897, Page 34
ströndura fratn eða í nokkru öðru íslenzku byggðar-
lagi. Og í nánd við þessar fœðingarstöðvar mínar
ól eg aldr minn lengst af meðan eg var í œsku.
Engin furða því, þó að eg sé talsvert elskr að þok-
unni. Þokunáttúran hefir nokkuð aðlaðanda við sig,
leyndardómsfullt og skáldlegt. Allt nema það, sem
er allra næst manni, er hulið. Ef rnaðr er uppi til
heiða í þoku, þá heyrist buldrið í lœkjunum og niðr-
inn i fossunum í gegnum þokuna. Og ef maðr er
nálægt sjó, má heyra duninn í hafinu, þótt hafið
sjálft sé ósýnilegt, þangað til maðr er alveg fast að
því kominn. Og það, sem næst manni er, — svo
nálægt, að það verðr sýnilegt, — birtist i ýmsum
kvnlegum, skrítnum, hálf-annarlegum og oft skemmti
legum myndum. Það stœkkar allt, sem á annað
borð grillir í gegnum þokuna. Lömb líta út einsog
fullorðnar kindr, fullorðnu kindrnar eins og naut, og
hestarnir nálega eins og fílar. Og svo fjdgir þok-
unni, svona lagaðri þoku, logn og einhver dreym-
andi ró. En sömu kostina eða sömu eiginlegleikana
hefir hin andlega þokutilveran í lifi þjóða og ein-
staklinga. Og þá vil eg sérstaklega minna á það,
hvernig það, sem næst manni er, lítr þá út miklu
stœrra, tikomumeira, mikilfengara en það er í raun
og veru. Það getr orðið býsna freistanda að halda
áfram að lifa í slíkri tilveru fyrir þá, sem frá upp-
hafi hafa átt þar heima, og eigi síðr freistanda fvrir
þá, sem eitt sinn hafa verið út úr henni hrifnir, et
til vill hálfnauðugir, að flýja þangað aftr og taka
sér þar stöðuga framtíðarvist, einkum og sér í lagi
þegar tekið er tillit til þess, hvílík rósemi býr þar,
eða hve hœgt er að verjast þar gegn allri utan að
komandi óvina-ásókn. Og í rauninni er að eins ein