Aldamót - 01.01.1897, Síða 35
35
ástœða fyrir oss alla, lúterska íslendinga i Vestr-
heimi, fyrir því að hverfa ekki til baka inn í þok-
una, sú nefnilega, að drottinn sjálfr heflr leitt oss
þangað, er nú stöndum vér, og heflr sannfœrt oss um
það, að því að eins sé hinu mikla sannleiksmálefni,
er hann hefir afhent oss, borgið í höndum vorum,
að því að eins geti hin kirkjulega vinna vor blessazt,
að vér höldum áfram, en ekki aftr á bak, berandi
fyrir oss hið skýra og ákveðna hermerki kirkju vorr-
ar, svo vér ekki villumst á leiðinni né missum hug
í baráttunni. Vér hljótum að segja eins og Lúter á
ríkisþinginu í Worms: »Hér stend eg, eg get ekki
annað. Guð hjálpi mér; amen!« Vér verðum að
halda áfram för vorri eftir stryki því, er samkvæmt
guðs orði sést svo skýrt dregið í trú«rjátning kirkju
vorrar, ef sannleikrinn, œðsti og dýrmætasti sann-
leikrinn, sem til er, á ekki að visna upp hjá oss
eða jafnvel algjörlega að velta út úr höndum vorum.
Og vér verðum að gjöra það eins fyrir því, þó að
vér fyrir bragðið verðum minni menn í augum
margra og hljótum enn um hrið sjálfum oss til auð-
mýkingar að liggja undir brigzlum úr ýmsum áttum
um hrœsni, ófrjálslyndi og harðstjórnarnáttúru.
En á hinn bóginn er alveg óhætt að hafa það
fyrir satt, að œsingr sá og ólátagangr, sem kom-
ið hefir fram hjá andstœðingunum út af kenningum
og stefnu kirkjufélags vors eða hinu andlega merki,
sem vér höfum haft fyrir oss að bera, helzt ekki á-
kaflega lengi. Enda hefir þegar sýnilega dregið úr
honum til verulegra muna.. Og því ákveðnari sem
flokkseinkenniti verða, þvi betr sem mönnum lærist
að iifa samkvæmt sinni eigin trúarjátnjng, þvi minna
sem verðr um andlegt fálm og hugmyndarugling
3*