Aldamót - 01.01.1897, Page 36
hjá fólki voru, því nieir mun slíkr œsingr hætta.
Saga hinnar andlegu flokkaskiftingar hér í frelsisins
landi, Ameríku, gefr oss gilda ástœðu til að hafa
þessa von. Œsingrinn, sem þeirri flokkaskifting
fylgdi í upphafi, hjaðnaði livervetna út eftir að hún
hafði til fulls og alls náð sér niðri i mannfélaginu.
Baráttan hélt áfram, en otsinn hætti. Astœðunum,
sem hinar ýmsu stefnur höfðu fyrir sig að bera, var
leyft að koma fram, hvort sem þær voru sterkar eða
veikar, mikils virði eða lítils virði, ellegar jafnvelal-
veg einskis virði. Menn geta ekki til lengdar lifað
í œstum tilfinningum. Og hinar œstu tilflnningar,
sem all-víða hafa komið fram hjá fólki voru í sam-
bandi við trúmálin, hljóta að hætta, þegar fullkom-
inn aðskilnaðr er orðinn í andlegum efnum, bæði
trúin og vantrúin algjörlega komin út úr þokunni.
— Það eru oft stormar og slagbyljir því samfara,
er þokunni í náttúrunni léttir upp. Og í atidans
heimi er því æfinlega samfara óveðr, er þokan þar
er neydd til að hverfa eða mannslifin hrifin þaðan
burt. Um slikt óveðr hjá oss Vestr-íslendingum í
liðinni tlð er ekki vert að fást, því fyrst og fremst
er þess tneð ánœgju að minnast, að þvi er sýnilega
tekið að slota, og í annan stað hefir það staðið í
sambandi við þá breyting í fjelagslífi voru, flokka-
skiftinguna, aðskilnaðinn á hinum sundrleitu andlegu
öflum hjá oss, sem áreiðanlega heíir orðið almenn-
ingi til framfara og blessunar.
VII.
Hins vegar er þó enn oerið nóg áhyggjuefni f'yr-
ir oss i sambandi við félagsmál vor. Og það
áhyggjuefni, sem eg nú helzt er um að hugsa, er