Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 37
37
þetta: Tilhneigingin er svo afar rík hjá mönnum
til þess að láta skynsemina þoka fyrir tilfinning-
unni. Og þegar menn láta þessa tilhneiging við
sig ráða, þá getr það oft þýtt eða virzt þýða sama
sem ekki neitt að menn félagslega hafa gengið und-
ir merki sannleikans. Vantrúin kallar sig vanalega
skynsemistrú. En i raun og veru er það ekki nema
að litlu leyti skynsemin, sem ræðr í þeirri andastefnu.
Aðallega er það tilfinningin, tilfinning hins náttúr-
lega manns, sem þar ræðr. En vantrúin ber fyrir
sig skynsemina, notar hana eftir þvi, sem hún getr,
máli sinu, sinni sérstöku tilflnning, til stuðnings. Það
má nofa skynsemina tíl þess að verja rangt og illt
mál eigi síðr en til þess að verja rétt og gott mál,
og það hefir raunalega oft verið gjört. Og það er
einmitt það, sem vantrúin er stöðugt að gjöra. En
svona löguð misbrúkan á skvnseminni nær ákaflega
langt út fyrir hin eiginlegu trúmál eða opinberan
kristindómsins. Stundum stinga menn skynseminni
algjörlega undir stól, iáta ti:finninguna koma sér til
þess að þagga niðr allar raddir, sem henni eru ó-
geðfelldar, af ótta fyrir því, að þar kunni einhver
þau rök fram að koma, sem þeir treysta sér ekki
að hrekja. Þetta ráð hafa þeir tekið brœðr vorir í
Reykjavík hvað eftir annað andspænis löndum sín-
utn héðan að vestan, sem reyrit hafa að fá þar orð-
ið á opinberum fundum til þess að skýra almenn-
ingi þar frá högum Vestr-íslendinga og sýna fram
á, iið hve miklu leyti vert væri fyrir fólk á Islandi
að leita framvegis hingað til lands. Þeir tóku það
ráð, að hefta málfrelsi þessara manna, blása þá niðr,
beita ofbeldi til þess að stinga upp í eyru sin og
allra annara. Og þar sem skólasveinar og aðrir