Aldamót - 01.01.1897, Qupperneq 38
38
ungir menntamenn stóðu hvað helzt fyrir þessu at-
hœfi, þá bendir það allskýrt til þess, að það muni
fremr vera tilfinningin en skynsemin, sem ræðr í
menntalifinu þar, eða með öðrum orðum: að það
menntalíf sé enn að allmiklu leyti ömurlegasta þoku-
tilvera. En þó gætum vér nú látið þetta, er virð-
ast má smáatriði, verið oss með öllu óviðkomanda,
ef sumir af fólki voru hér vestra ekki væri farnir
að taka sér þetta ,til eftirdœmis eða fyrirmvndar.
Það kom fram nýlega í hópi íslendinga íWinnipeg,
þegar þeir héldu sinn almenna f'und til að koma sér
niðr á þvi, hvenær og í hvers minning vér fram-
vegis skyldum halda þjóðminningarhátíð vora. Menn
komu á tundinn, svo og svo margir, ákveðnir i því,
að sinna engum ástœðum, engu nema sínum eigin
tilfinningum, heyra ekkert, sem gengi á móti þeim,
né heldr leyfa neinum öðrum að hevra neitt slíkt.
Og svo tóku þeir — i fyrsta sinn í sögu Vestr-Is-
lendinga — til að blása og baula, nákvæmlega fet-
andi í fótspor menntamannanna í Reykjavík, og svo
varð fundrinn að sjálfsögðu verr en árangrslaus.
öllum oss, sem á honum voru, til ógleymanlegrar
háðungar.
En það er ekki nema sjaldan, sem betr fer, að
þannig keyrir úr hótí. Hitt er þar á móti al-títt, að
menn koma á fundi eða utan funda fara að skifta
sér af' félagsmálum vorutn, ákveðnir fyrirfiam f þvi,
hver rök sem fram koina á móti hinni peisónulegu
tilfinning þeirra, að láta aldrei af þeim saunfœrast,
segjandi í hjarta sínu eins og haft hefir verið et'tir
einum stjórnmálamanni úti á Islandi: »Eg er ekki
hér kominn til þess að láta sannfœra mig«. Menu
heyra ástœðurnar, sem móti viljastefnu þeirra eru