Aldamót - 01.01.1897, Page 40
40
»Það er fyrir trúna«, segir einn merkr frakkneskr
maðr, »að almenningr fær bezt notið gáfna sinna,
og það er í trúnni, að hann sýnir mest vit«.
Það er ekki neitt sérlegt tiltökumál, þó að þeir,
sem afneita sannindum kristinnar trúar, láti tilfinn-
ingar sinar koma sér til þess að beita skynseminni
eins og samvizkulitlum málaflutningsmanni i öfuga
átt, til þess að kasta ryki í augu manna, byrgja
sannleikann í því eða þv< máli, sem fyrir kemr í
hinu daglega lífi. En af þeim, sem játa hreina
kristna trú, ganga undir hinu göfuga merki kirkju
vorrar, er það óendanlegt tiltökumál. En þvi tek
eg þetta hér fram, að mér er vel kunnugt um það, og
eg hefi nærri þvi daglega reynslu fyrir því, að í
þessu atriði eigum vér, menn kirkjunnar, enn þá
langt í land, ákaflega mikið enn þá ógjört af því,
er gjöra þarf og gjöra má til þess að koma fólki
voru og sjálfum oss í þessum skilningi út úr þok-
unni.
Og svo skal eg að ending sjálfum oss til var-
úðar í sambandi við þetta mál tninna á nokkuð,
sem forðum kom fyrir Pál postula, þá er hann var
nýlagðr á stað í fyrstu kristniboðsferð sína. Það
var á eynni Sýprus í Miðjarðarhafinu. Hann er
staddr þar í bœnum Pafus hjá Sergíusi Páli larid-
stjóra og flytr honum lærdóminn um Jesúm Krist.
En þá kemr þar lika til sögunnar maðr nokkur
Gyðingakyns, sem kallaðr var Elýmas, töfravitringr-
inn. Þessi maðr beitti allri sinni orku, allri sinni
skynsemi, til þess að snúa sannleiksboðskap postul-
ans i villu og landstjóranum með því frá trúnni.
Þá fylltist postulinn heilagri reiði, hvessti augun á
þennan málsfœrslumann lyginnar og sagði honum