Aldamót - 01.01.1897, Side 41
41
til syndiinna með einhverjum þeim sterkustu og
beiskustu orðum, sem unnt er að hugsa sér: »0,
þú, djöfuls sonr, fullr alls fals og fláræðis, óvinr
allrar réttvísi, lætr þú aldrei af að rangsnúa rétt-
um vegum drottins? — Vit nú, að hönd drottins
mun hitta þig, og blindr munt þú verða og ekki sjá
sól um tima«. Og jafnskjótt féll yfir hann þoka og
myrkr, svo að hann ráfaöi urn kring og leitaði ein-
hvers, er leiddi hann. — Hví reiðist postulinn svo
stórkostlega við þetta tœkifœri? Og hví fær hann
frá drottni heimild til að láta kraftaverk reiðinnar
koma fram á þessum manni? Og hví birtist krafta-
verkið í þessari sérstöku mynd? Ekki stafar reiði
postulans af því, að þessi Gyðingr veitti kristin-
dómiuurn mótstöðu; — Páll postuli sjálfr hafði áðr
gjört það af öllum lífs og sálar kröftum; — heldr
af því, að maðrinn þessi var sér þess fyllilega með-
vitandi, að hann var að fara með fals og svik, var
vísvitandi í eigingjörnu gróðaskyni að villa sjónir
fyrir öðrum. Það er heilagr andi, sannleiksandi
guðs, sem stendr á bak við reiði postulans og stýr-
ir henni. Og hegningin, sem yfir þennan fjand-
mann sannleikans fellr með kraftaverkinu, er í full
komriu samrœmi við hina hræðilegu synd, sem hann
þvert á móti betri vitund hafði gjört sig sekan í.
Syndin var sú, að hann hafði lagt sig allan fram
til þess að slökkva ljós hins guðlega sannleika,
halda öðrum í villu og hjátrú, varna því, að hinni
andlegu þoku létti upp í sálum manna. Og refsi-
dómrinn, sem hann verðr fyrir, er sá, að hann um
tima missir sjónina. Hann sér með hinum líkam-
legu augum sínum allt i þoku; sólin hverfr: allt
verðr fyrir honum að ömurlegu dimmu þokuhafi.