Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 44
44
fyrir oss dagsverk þeirra, verðurn vjer varir við
eldinn, sem brann í sálum þeirra. Oss verður þá
aptur bjartara fyrir augum. Og lífslöngunarinnar
vængbrotni fugl fer aptur að fljúga.
Við rninningu eins slíks mikilmennis mannkyns-
sögunnar viljutn vjer nú dvelja um stund. Jeg
vildi óska að áheyrendur mínir hefðu eins mikið
yndi af að koma heim til hans, virða hann fyrir
sjer, horfa inn i hjarta hans, fvlgja honum gegnum
baráttuna og sársaukanu, eins og jeg hefl haft.
I.
Æska Melanktons og námsár.
Hvervetna i hinum prótestantiska heimi verður
þess nú minnzt í þessum mánuði, að i smábænum
Bretten á Þýzkalandi fæddist fyrir 400 árum sá
maður, er Filippus Melankton heitir. Þaö var 16.
febrúar 1497. Faðir hans hjet Georg Schwartzerd,
og var vopnasmiður. Foreldrar hans voru bæði
mikils virt í hópi heldri manna; þau voru bæði góð
og guðhrædd og allvel efnum búin. Faðir hans var
nefndur emiðurinn frá Heidelberg og þótti snjallur
maður í iðn sinni, svo að riddarar og stórhöfðingjar
sóktu ilann heim og ljetu hann smíða sjer vopn og
verjur.
Hið fyrsta, sem hafa virtist áhrif á huga hins
uppvaxandi drengs, voru frásögur um heilaga menn,
en af þeim var mikið til á þeim dögum. Einnig
þóttust menn veita því eptirtekt, að það sem fram
fór í kirkjunni, guðsþjónustan og helgisiðirnir, fengju
óvenjulega mikið á huga hans.
Þegar farið var að segja honum til, var hann