Aldamót - 01.01.1897, Side 47
47
heilbrigt og umbrotalaust, en varð æ dýpra og dýpra,
eptir því sem andi hans tók meiri þroska.
Enginn virðist hafa haft eins mikil áhrifáhann
um þessar mundir og Reuchlin, sem nú bjó í Stutt-
gart, skammt frá Tiibingen, svo að fundum þeirra bar
opt saman. Við hann átti Melankton tal um þá
hluti, sem honum voru hjartfólgnastir. Hjá honum
lánaði hann bækur. Eitt sinn fjekk bann biblíuna
að láni hjá honum. Hún var þá mjög sjaldgæf bók,
eins og kunnugt er, og hafði hann aldrei sjeð hana
áður. Hann sökkti sjer þá niður i hana og gleymdi
öllu öðru um stund. Hann las hana aptur og aptur.
það reis nú upp fyrir honum nýr heimur, sem hann
ekki áður þekkti. Hann fór nú að skilja, hve aum
sú prjedikun var, sem alþýðu manna var boðin í
kirkjunum. Þar voru þuldar upp aptur og aptur
aumustu munkasögur, — frásögur um helga menn
og kraptaverk þeirra, en þrumað af alefli gegn vís-
indum og skáldskap.
Melankton fjekk meistaranafnbót við háskólann,
þegar hann var 17 ára gamall. Hann fjekk þá um
leið levfi til að halda fyrirlestra. Tók hann þá fyrst
fyrir gömlu rómversku rithöfundana. Komu þá
þegar í ljós hinir framúrskarandi kennarahæfileikar
hans. Erfiðleikarnir urðu að engu. Það var eins
og andi hans sæi gegnurn holt og hæðir. Nýtt líf
færðist inn á háskólann um leið og hann fór að
kenna. Það var eins og hann kæmi með hina
klassisku fornöld i fangi sjer. Það var honum lif
og yndi að kenna öðrum að skilja það, sem hann
hafði sjálfur skilið, — sjá þær sjónir, sem hann hafði
sjeð. Um þetta leyti gaf hann út fyrstu bókina sina.
Það var grísk málmyndalýsing.