Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 49
49
unum. Nú eru eigi lengur leyndardómar trúarinnar
og guðfræóinnar fólksins almenna umræðuefni. Nú
setur eigi ein ræða, sem haldin er, hugi þúsunda i
hreyfingu. Nú er þetta dýrðlega andans afl bilað og
brotið. Það liggur nú bælt og fótum troðið, eins og
kornakur, sem haglskúr hefir dunið yfir.
I stað grískrar menningar kemur nú á austur-
löndum hin arabíska. Hún var þróttmeiri að sumu
leyti, einkum í stærðafræði og náttúruvisindum. Og
á miðöldunum hefur hún mjög þýðingarmikil áhrif
á menningarlíf vesturlanda. Af þessari arabísku
nienntun fæðist menningarstefna sú, sem einkennir
allt hið andlega líf á miðöldunum, hin svo nefnda
skólaspeki. flið arabíska ætterni þessarar tnerkilegu
stefnu kemur eigi sfzt i Ijós á þann hátt, að hún
leitast við að framsetja hverja hugsun einsogreikn-
ingsdæmi.
Feður fornaldarkirkjunnar hötðu rækilega Ieyst
hið fyrsta og afar-þýðingarmikla ætiunarverk af
hendi. Ekkert verulegt atriði trúarinnar var nú
lengur óákveðið Þau höfðu öll fengið nauðsynlega
skilgreining.
Verkefni það, sem miðaldaspekingarnir tóku nú
að sjer, varð í því fólgið, að safna saman og greiða
i sundur og seruja skrá vfir, ef svo má að orði
komast, hið guðfræðislega efni, sem nú var lyrir
hendi, og varðveita það sem bezt. Frá þvi á 7. og
þangað til á II. öld var allt starf guðfræðinganna i
því faiið, að safna saman. Menn eins og Camiodor-
us, Isidorus frd Sevilla, Beda og Alcuin voru engan
veginn sjálfstæðir vísindamenn með skapandi anda,
heldur söfnuðu þeir og tíndu saman það, sem þegar
4