Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 50
50
lá fyrir hendi, raeð framiírskarandi eljn, furðulegri
þekkingu og frábærri samvizkusemi.
En þegar búið var að tína saman og sælda öll
efni mannlegrar þekkingar eina öldina fram af ann-
arri, fór mannsandanum að leiðast að hafa ekki
annað að gjöra. Sú tilfinning fór að gjöra vart við
sig, að enn væri mikið eptir óunnið. Skilningur
mannsins ætti eptir að kljúfa allt þetta sundur og
gjöra sjer á þann hátt sem nákvæmasta grein fyrir
þvf öllu
En um leið hófst þessi nýja, einkennilega vís-
indastefna, skólaspekin. Háskólarnir voru þeir
vermireitir, sem hún fæddist og lifði í. Hún setti
sjer það takmark, að færa fram rök og ástæður f'yrir
hinum einstöku kenningum kristindómsins. Hún
leitaðist við að byggja skynsemisgrundvöll fyrir allt
hið guðfræðislega kenningarkeríi. Skólaspekingarnir
urðu samt aldrei kirkjufeður, — patres, heldur að
eins kennarar, — doctores et magistri. Þeim var
því um megn að framleiða nokkra kristindóms-
heimspeki. Hafi það verið tilgangurinn, fórst það
mjög illa fyrir. Því þeir misskildu bæði guðfræðina
og heimspekina. Þegar þeir fóru að færa fram
skynsamleg rök fyrir einhverju einstöku guðfræðis-
atriði, hvíldi sú sönnun ætíð í síðasta iið á mynd-
ugleika kirkjunnar. Auðvitað reyndu þeir einnig að
færa fram rök fyrir þeim myndugleika, en fundu
þá ekki annað en kraptaverk kirkjunnar. Allt ljek
því í lausu lopti fyrir þeim. Lakast var, að þeir
unnu þetta verk sitt á þann andlausasta hátt, sem
unnt er að hugsa sjer. Þeir liðuðu hverja hugmynd
sundur í töflur eða reikningsdæmi, voru stöðugt að
leita að hárfínum skilgreiningum á öllu milli himins