Aldamót - 01.01.1897, Page 51
51
og jarðar, en svo varð þetta á endanum ekkert
annað en andlausar hártoganir. Svo lágu þeir í
stöðugum deilum út af þessu, sem ávalit færðust í
vöxt, eptir því sem skólaspekin varð eldri. Og að
síðustu varð þetta andlausa rifrildi alveg óþolandi.
Um lok 15. aldar er að mörgu leyti komin elliglöp
á þessa andans stefnu. Þó hjelzt hún við á Frakk-
landi fram á 17. öld. Og á Spáni hefur hún verið
eina stet'nan, sem fylgt hefur verið í skólunum, fram
að þessum siðasta tíma.
Skólaspekin var í dauðateygjunum á Þýzkalandi
um þær mundir, að Melankton var að vaxa upp.
Samt voru háskólarnir enn að meira og minna leyti
í klóm hennar, eins og t. d. háskólinn í Heidelberg.
Það varð nú hlutverk Melanktons, að verða heizti
höfðinginn í þeim her, sem rak hana algjörlega á
fiótta.
m.
Endurreisu visindanna.
En þegar skólaspekin, sem borið hafði allt and-
legt líf á miðöldunum á herðum sjer, var komin á
grafarbarminn, var þegar annað menningarafl í heim-
inn borið, sem verða átti teikn hins nýja. tímabils í
mannkynssögunni.
Árið 1453 tóku Tyrkir Miklagarð. Fór þá fjöldi
lærðra Grikkja þaðan landflótta og flestir leituðu þeir
til Ítalíu. Var þar viða fjöldi handrita af verkum
forngrískra rithöfunda. Margir voru þar fyrir, sem
leituðust við að lesa þau og skilja og báru einlæga
löngun í brjósti til að kynnast hinni glæsilegu forn-
öld Grikklands. En menn áttu bágt með að skilja
og höfðu því lítil not af þessum handritum. Þá komu
4*