Aldamót - 01.01.1897, Page 52
þessir lærðu Grikkir frá Miklagarði þessutn mönn-
um til aðstoðar. Brátt kom það í ljós, að skýringar
þeirra vörpuðu öldungis nýju ljósi yfir þessar gull-
aldar-bókmenntir. Og á stuttum tíma var eins og
Ítalía stæði í björtu báli af ást til gamla Grikklands
og kærieika til sinnar eigin frægu fornaldar. Menn
sáu. að gömlu grisku og rómversku rithöfundarnir
höfðu skapað glæsilegustu bókmenntir og ieiðzt þó
að eins við ijós náttúrunnar og veruleikans, en hafna
öðrurn myndugleika en eigin skynsemi sinni.
Að leggja rækt við slíkar bókmenntir hlaut að vera
ómaksins vert. Þar voru hinar dýrðlegustu hugsjón-
ir, en þær voru hugsjónum miðaldanna eins ólíkar
og framast mátti verða. Menn hristu rykið af fót-
um sjer og flýttu sjer að nerna land í þessum nýja
andans heimi. Menn fengu skömm á þeim hugsun-
arhætti, sem nú hafði fengið margra alda hefð, og
fleygðu honum frá sjer eins og gömlu gatslitnu fati,
sem ekki hefði haft nema eymd og volæði í för
með sjer.
Menn lifðu í eins konar andlegu ölæði um alla
Italíu, þvera og endilanga. Menn leituðu hvervetna
eptir fornmenjum, ýmist handritum eða myndastytt-
um. Og þegar eitthvað af þessu fannst, var eins og
menn hefðu eignazt heilt konungsriki. Allir, sem
nokkurs voru um komnir, tóku að lesa grisku af
mesta kappi. Hver skóliun reis upp á fætur öðrum
á Italíu, þar sem kennd var grísk heimspeki og
grískar listir.
Það var eins og heimurinn hefði varpað af sjer
ellibelgnum allt í einu og fæðzt að nýju. Það óm-
aði gegnum loptið: Verum glaðir! Verum glaðir!
Fornöldin með öllum sinum guðum og gyðjum er