Aldamót - 01.01.1897, Síða 53
stigin niður til vor í nýrri mynd og eilífri æsku.
Menn fjellu fram á ásjónur sínar fyrir Arútóteles. Og
hinn guðdómlegi Plató var leiddur til öndvegis og
tilbeðinn. Og gamli Hómer ljet nú sól sína skína •
svo bjart, að öllum fannst þeim sem áður hefðu þeir
í myrkri verið. Nú fyrst vissu menn hvað lífið var.
Áður hafði tilveran verið eintómur dauði. Menn
höfðu skriðið, en ekki gengið, — verið sjáandi og
þó ekkert sjeð. Einstaklingarnir fundu sjálfa sig
aptur. Áður hafði einstaklitigslífsins ekkert gætt
f'yrir heildinni, — kirkjunni og rikinu. Hið sama
er itð segja um þjóðirnar. Það var að verða alls-
herjar samsteypa úr hinum ólíku þjóðernum. Þessi
allsherjar satnsteypa, er ntynda skyldi eina alríkis-
heild og eina kirkjtt, var miðaldanna fagri draumur.
Gefum Þjóðverjum keisarann, Itölum páfann, Frökk-
um visindin, var almennt orðtæki. Allir vildu vera
eitt, — en skiptu þó heiðrinum með sjer.
Nú fara hin einstöku þjóðerni að risa upp á
móti heildinni. Hver stnáþjóð fer að leggja rækt við
sitt sjerstaka þjóðerni. Á miðöldunum voru f raun-
inni einungis tvær stjettir til, — höfðingjar og skríll.
Nú reis upp þriðja stjettin, borgaralýðurinn, og rudd-
ist freinst fratn á orustuvöll sögunnar. Hann drakk
í sig hina nýju menntun og þessi stjett varð á
skömmutn tíma öðrum fretnri í vísindutn og listum.
Það var eins konar uppreisn í loptinu, einkum á
Italíu. Menn vildu hrinda af sjer allri kúgun allt í
einu. Einn fvrsti árangurinn af lestri hinna fornu
bókmennta varð sá, að Italía snerist aptur fil heiðni
að kalla mátti. Enda var eins og páfarnir sjálfir
snerust i lið með heiðniimi á rrróti kristindóminum
og á móti sjálfum sjer. Nikulás V. bauð heilum her