Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 54
54
af grískum landfiótta vísindamönnum til vistar við
páfahirðina og ljet þá kenna grískar menntir undir
verndarvæng sinum. Hann hafði þann metnað mest-
•an, að vera verndari og frömuður grískrar menntun-
ar og lista, og Ijet sig það engu skipta, þótt andinn,
sem fluttist inn í landið, væri heiðinn, og þessir grísku
spekingar, er gjörðust kennarar þjóðarinnar, ramm-
heiðnir menn. Svo komu þeir hver á eptir öðrum:
Píuh II., leirskáldið og stjórnmálabraskarinn, Sixtux
IV., ógurlegi maðuriun rneð hina mörgu bróðursyni,
sem laugaði alla Italíu í blóði, Alexander VI., höfuð-
prestur lauslætisins, sem eigi þekkti annan guð en
gyðjuna Venus, JuIíuh II, sem ekki dýrkaði aðra
guði en orustuguðinn Mars og frægastur hefur orðið
fyrir hernað og blóðsúthellingar, og Leó X., sem til-
bað gömlu Pallas Aþene og Ijet allt vitið í heiðna
heimspeki.
Savanarola var um þessar muudir liiiiu eini,
sem hafði djörfung til að sýna fram á hættu þá,
sem nú var á ferðum fyrir kirkjuna og kristindóm-
inn. Sú ógurlega siðaspilling, sem nú breiddist meir
og meir út, var í hans augum eðlilegur ávöxtur
þessarar nýju heiðni.
En enga byitingu vaið vart við á Italíu aðra en
þessa í heimi hugsananna. Menn voru löghlýðnir hið
ytra. Fagrar listir blómguðust nú eins og i tornöld.
Nú voru þeir uppi Leonardo da Vinci (1452—1519),
Michael Angelo (1475—1564) og Raphael (1483 — 1520),
hver snillingurinn öðrum meiri, er ljetu eptir sig
hvert listaverkið öðru ágætara og ódauðlegra.
En það var ekki hugsunarhátturinn einn, sem
tók stakkaskiptum, heldur lífið líka. Það fylgdist að.
Fátæktin, einlífið og auðmýktin, sem álitnar hötðu