Aldamót - 01.01.1897, Síða 55
verið hinar æðstu hugsjónir raannlefrrar fullkomnUn-
ar á miðöldunum, voru nú gjörðar að athlægi. En
það, sem sett var í staðinn, var sjálfræði og nautn.
I stað sjálfsafneitunarinnar, sem var hin liáa hug-
sjón miðaldanna, kemur nú sjálfselskan óbundin og
taumlaus. Og það voru engin góð skipti. Hugsun-
arhátturinn varð fyrst heiðinglegur, en þar næst líka
lífið sjálft.
Borgirnar á Italíu lentu i höndum grimmúðugra
harðstjóra, sem hugsuðu ekki um annað en að líkjast
hetjum fornaldarinnar sem mest, voru sólgnir i völd
og virðingar, rammefldir og risavaxnir menn, sem
ekki tóku tillit til neins nema síns eigin dýrslega
vilja og ijetu hugsmíðaafl sitt mest koma í ljós með
því að brjóta sem hrottalegast á móti öllum boðum
siðferðislögmálsins. »Aldrei hefur neitt mahnfjelag
verið til eins glæsilega menntað, eins auðugt að gáf-
um og andlegum áhuga, eins öflugt til að framleiða
ódauðleg listaverk, og þó um leið eins afar-siðlaust,
eins dýrslega sjálfselskufullt og mannfjelagið á Ital-
íu seinna hluta 15. aldarinnar »(Sohm). Vjer vilj-
um að eins benda á einn mann sem fulltiúa hinnar
nýju lífsstefnu: Caesar Borgia. Hann var persónu-
gjörfing tímans, bæði að iliu og góðu.
Þannig var nú lifið fyrir sunnan Mundiufjöllin um
þær mutidir, er Melankton fæddist. Kærleikurinn
til grískra bókmennta hafði fljótt breiðzt norður fyr-
ir þau. En áhrifin urðu þar allt önnur. Þar hratt
þessi vísindalega endurfæðing siðbótinni á stað. Jafn-
vel Erasmus frá Rotterdam, er að iuörgu leyti átti
sammerkt við samtimismenn sína á Italíu, varð þó
fyrstur til að gefa út hinn gríska frumtexta nýja
testamentisins. Og Reuchlin, t'rændi Melanktons,