Aldamót - 01.01.1897, Page 56
56
sem þegar hefur nefndur verið, gaf einnig út ganda
testamentið ú hebresku. En þekkingin á grísku og
hebresku varð aptur vopn í höndum siðbótarmanna
til að skil.ja biblíuna á trummálinu og hrekja mý-
margar rangar biblfuskýringar, sem páfakirkjan
bvggði ýmsar af kenningum sinum á.
Hvervetna vöknuðu menn um þessar rnundir.
Það er hið stærsta endurvakningar-tímabil, sern mánn-
kynssagan þekkir. A Italiu vöknuðu menn og fundu
manninn, en staðuæmdust við hið ytra: fegurð hans
og lögun. A Þýzkalandi vöknuðu menn og námu stað-
ar fyrir framan þessa þungu spurningu mannssálar-
innar: Hvernig fæ jeg orðið hólpinn? Á Ítalíu
sögðu menn: Við skulum lofa kirkjunni að lifa eins
og henni þóknast, ef hún lofar okkur að lifa eins og
okkur þóknast. Á Þýzkalandi sögðu menn: Páta-
dæmið segist vera sáluhjálparvegurinn, en það er
nú orðið glötunarvegurinn. I stað þess að leiða til
guðs, ieiðir það frá guði. Það hefur farið svo með
myndugleika sinn, að það er orðið ómyndugt. En
páfadæmið og kirkjan er sitt hvað. Með því að
leita í guðsorði fundu menn siðbótarinnar bæði hinn
sanna hjálpræðisveg, að maðurinu rjettlætist af trú
án verka lögmálsins, og hinn sanna myndugleika,
sem mannlegar hugsanir og mannleg breytni eiga
að beygja sig fyrir: guðs orð.
IV.
Lútei' og Melankton.
Vjer höfum nú dvalið um stund við andlega á-
standið í heiminum rjett á undan siðbótarhreyfing-
unni. Vjer höfurn virt fyrir oss hina gömlu andans
stefnu, sem ríkjandi hafði verið í hinum menntaða