Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 57
heimi um margar aldir, og sjeð þau elliglöp, sem hún
var búin að fá á sig. En vjer höfum einkum leit-
azt við að gjöra oss grein fyrir liinu nýja, sem nú
var að brjótast til valda. Melankton var af allri
sál maður nýja timans, sjálfkjörinn fulltrúi alls hins
bezta, sem hann bar í skauti sínu, en laus við allar
öfgarnar. Grískar og forn-rómverskar bókmenntir
elskaði hann af öllu hjarta. Hann áleit alla mennt-
un og menning undir því komna, að engir náms-
menn kæmust upp á að dýrka vísindin í samaanda
og gjört var meðal Grikkja og Rómverja í fornöld.
Það er að segja, að mannsandinn væri algjörlega ó-
háður i allri leit sinni.
Vjer skildum við Melankton þar, sem hann var
farinn að kenna í Túbingen. Þar leið honunr ekk-
ert vel, Garnla audlausa skólaspekin sat þar enn of
mjög að völdum. Hann fjekk um þetta leyti tilboð
frá háskólanum í Ingohstadt, en hafnaði því eptir
ráðum Reuchlins.
Árið 1502 hafði kjörfurstinn á Saxlandi, Friðrik
hinn vitri, stofnað nýjan háskóla í smábænum Witt-
enberg. Sú stofnun sýndist hafa allt á móti sjer, en
átti þó að verða sá háskólinn, sem langmesta þ,ýð-
ingu hefur haft af öllum háskólum, sem nýja sagan
hefur frá að segja. Umhverfis bæinn var mýrar-
fláki mikill og loptslag fremur óhollt. Lúter sagði
opt, að Wittenberg væri á vzta jaðri heimsmenning-
arinnar. I bænum voru eitthvað ;5000 manna í mestu
fátækt; fólkið bjó i smátimburkofum, sem þaktir
voru með hálmi. Wittenberg hefur þá fráleitt ver-
ið mikið álitlegri bær en Reykjavík er nú.
Kjörfurstinn kepptist við að fá hina mikilhæf-
ustu menn fyrir kennara við háskólann. Og nú