Aldamót - 01.01.1897, Page 58
58
snýr hann sjer til Reuchlins, og biður hann að benda
sjer á hinn efnilegasta mann, sem unnt sje að fá
fyrir kennara í grísku og hebresku. Hann bendir
óðara á Melankton og ræður honum sterklega tii að
fara þangað, en varar hann jafn-eindregið við því,
að eiga nokkurn vinskap við villutrúarmanninn
Lúter. Melankton fór nú sem optar að ráðum hans
og tók boðinu, þótt hann gæfi þessari viðvörun lítinn
gaum.
Háskólinn í Wittenberg var nú að eins 16 ára
gamall. En hann hafði þegar aflað sjer mikillar
frægðar, þegar Melankton kom þangað 1518. Fyrir
ári síð n hafði Marteinn Lúter slegið sínum 95 grein-
um upp á hallarkirkjudyrnar í Wittenberg og sagzt
vera til þess boðinn og búinn að verja þær gegn
allri skólaspeki miðaldanna. Frjettirnar um það
flugu eins og leiptur út um alla Norðurálfuna og
komu öllum í uppnám. Upp frá því var háskólinn
í Wittenberg frægasti háskólinn í heimi. Þangað
mauidu allra augu.
Það er 29. ágúst 1518. I hinum stóra hátíðar-
sal skólans eru saman komnir 30 kennarar og nokk-
ur hundruð nemenda. Melankton hefur verið leidd-
ur upp í ræðustólinn. Hann er maður 21 árs gam-
all, mjög unglingslegur útlits, lágur og grannvaxinn,
fremur feiminn og óframfærinn, og önnur öxlin sýn-
ist vera hærri en hin. Þegar hann fer að tala, standa
menn á öndinni. Hann stamar, lileypir brúnum
fremur hjákátlega, og fylgir máli sínu með snöggum
látbrigðum. Ennið er hátt, augun dökkblá og hver
andlitsdráttur ber vott um Ijómandi gáfur. Hann
talar um endurbót á vísindaiðkunum ungra manna.
»Jeg hef ásett mjer«, segir hann, »að verja hin end-