Aldamót - 01.01.1897, Page 64
64
undir nafni annars höfnndar. Hún var lesin þar
með ákefð, þangað til rannsóknarrjetturinn komst
að hinu rjetta nafni höfundarins.
Melankton hefur því eigi einungis þann heiður
að vera sá, sem lagt hefur grundvöllinn til vísinda-
legrar biblíuskýringar frá evangelisku sjónarmiði,
heldur er hann einnigfyrsti trúfræðingurinn. Kenn
ing Lúters dró hann saman í eina heild og færði
hana í vísindalegan búning. Hann lagði einnig hjer
sömu hugsunina til grundvallar: Hverfum -til upp-
sprettunnar, guðs heilaga orðs. Höfuðatriðin i þess-
ari nýju trúarfræði hans eru þessi: Spilling manrn-
in-s fyrir syndina og viðreisn mannsins og frelsun
fyrir Jesúm Krist. Hjer er erigin skólaspeki, engin
heiðingleg heimspeki, enginn bókstafsþrældónmr,
heldur er allt einfalt og blátt áfram, eins og tekið
undan hjartarótum höfundarins, og relsissannjndum
kristindómsins lýst af eigin reynslu. Þessi bók
Melanktons hafði ákaflega mikla þýðingu. Þarna
var náðarboðskapur siðabótarinnar borinn fram svo
skýrt og skorinort, svo ljóst og laðandi, að hann
heillaði hjartað, um leið og hann sannfærði höfuðið.
Allir hrósuðu þessari bók og hún setti hugi manna
víða i ákafa æsingu. Enginn hrósaði henni samt
eins og Lúter. Vinátta þeirra fór nú stöðugt vax-
andi. I Melanktons augum var Lúter hetjan mikla
og volduga, sem enginn mátti sjer neitt á móti;
hann bar óttablandna lotningu fyrir honum. Lúter
gefur honum aptur þennan vitnisburð: »Þessi mað-
ur mun koma miklu meira til leiðar en margir
Marteinar til samans, því hann er öflugasti óvinur
Satans og skólaspekis-guðfræðinnar«. — »Jeg tek
þessar bækur meistara Filippusar fram yflr minar