Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 65
65
eigin. Jeg er fæddur til að berjast við ofstækis-
menn og djöfla; bækurnar rninar eru því stóryrtar
og herskáar. Jeg verð að brjóta sundur hnausana,
rífa upp ræturnar, höggva upp þyrnana og girðing-
arnar og fylla upp mýrarnar; jeg er harðhendi
landnámsmaðurinn, sem ryður sjer leið gegnum
skóginn. En meistari Filippus fer hægt og gætilega
og byggir og gróðursetur, sáir og vökvar með á-
nægju, eins og guð heflr ríkulega geflð honum gáf-
urnar til«.
Vinir Melanktons voru mjög áfram ura, að hann
leitaði sjer kvonfangs, einkum Lúter. Alitu þeir að
hjónabandið mundi hafa heillavænleg áhrif á hann,
hann mundi þá ekki eins gleyma að gæta heilsu
sinnar yfir bókunum. En ekki tók hann því nærri.
Hann leit svo á, sem hjónaband mundi eyðileggja
ævistarf sitt. Lúter fór þó að hyggja í kring um
sig eptir hæfilegu konuefni handa honum. í’annst
honum, að dóttir borgarstjórans þar i Wittenberg,
Katrin Knapp, mundi verða kona við hans hæfi.
Kom hann meö lagi fundum þeirra saman. Og svo
fór, að þau hjetust hvort öðru opinberlega í ágúst
1520, en giptust 25. uóv. sama ár. Melankton hafði
eignazt konu eptir hjarta sínu. Hún var guðhrædd
og góð, stillt og geðprúð, nærgætin og ástrík. —
Helztu ókostirnir voru þeir, að eldhússtörfin ljetu
henni ekki sem bezt, og að hún var miklu gjaf-
mildari en efnin leyfðu; en það veitti honum ljettara
að fyrirgefa, því sjálfur var hann með sama mark-
inu brenndur, og kunni litt að fara raeð efni sín.
En þau voru mjög af skornum skammti; samt hafði
hann komizt nokkurn veginn af, áður en hann giptist,
þótt ekki hefði hann meira en 100 flórinur i laun
5