Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 66
ura árið eða eitthvað nálægt 240 dollars. Þegar
hann giptist, bað hann kjöríurstann um launaviðbót.
En hann sá sjer ekki fært að verða við þeim til-
raælum. Smá-hugulsamur var hann samt við Mel
ankton, sendi honum margan góðan steikarbita til
að borða, og gaf honum stundum klæðispjötlu í frakka.
Lífið þá var all-ólíkt lífinu nú. Það þættu víst nú
á dögum ljeleg kjör þeirra Lúters og Melanktons.
Lúter hafði enn alls engin laun. Hann bjó enn í
sínum fátæklega munkaklefa og fannst hann vera í
stórveizlu, þegar hann var boðinn til Melanktons.
VI.
Lúter í Worms. Æsinfjar i Wittenberg.
Nú fóru viðburðirnir að reka hvern annan með
miklum hraða. Lúter kom 16. april 1521 á ríkis-
daginn í Worms, en Melankton sat heima. 17. april
ljet keisarinn skora á Lúter, að taka allt það aptur,
sem hann hafði ritað. Lúter bað um sólarhrings
umhugsunartíma. Ekki leizt keisaranum og því
stórmenni, sem honum fylgdi, vel á Lúter, þegar
þeir sáu hann þarna i fyrsta sinni. Keisarinn sagði:
»Aldrei skal þessi maður gjöra mig að villutrúar-
manni!« Hann furðaði sig mjög á því, að slíkur
maður, sem Lúter sýndist vera, skyldi hafa ritað
bækur, er komið höfðu heiminum í uppnám. A til-
teknum tíma, kl. 6 um kvöldið 18. apríl, kom Lúter
aptur fram fyrir ríkisþingið. Hafði hann þá ritað
svar sitt á latínu og er blaðið enn til með eigin
hendi hans. Svarið var kurteist, en svo ákveðið
sem framast mátti verða. Kvaðst hann ekki taka
eitt orð aptur af öliu. sem haun hefði ritað, nema
hann yrði sannfærður með skýrum orðum ritningar-