Aldamót - 01.01.1897, Page 67
innar um, aö hann hefði rangt fyrir sjer. Hann bar
þessa ræðu sína svo snjallt fram, að hvert orð
heyrðist um allan salinn. Ut af svari þessu spannst
nokkur ágreiningur milli Jóhanns Eck og Lúters.
Ljet þá Lúter það vera siðustu orð sín, sem fræg
uröu um allan heim: »Hjer stend jeg. Jeg get ekki
annað. Guð hjálpi mjer. Amen!« Keisarinn rauk
á fætur reiður og gekk út úr sainum. Það var að
verða dimmt. Og þegar hann var farinn, ruddist
heill hópur aí Spánveijum inn, sem voru í fylgd með
keisaranum, og fylltu salinn með ópi og óhljóðum,
en þúsundir mauna stóðu fyrir utan á strætunum í
stórkostlegri æsingu. Þegar Lúter gekk gegnum
salinn, var hann svo þrotinn að kröptum, af þeirri
geðshræring, sem hann hafði verið í, að hendur
hans skulfu og hann var nær því að líða í ómegin.
Eiríkur Brúnsvíkurgreifi varð þess var, og þótt hann
rammkatólskur væri, rjetti hann honum silfurkönn-
una sína, fulla af ágætum bjór frá Eimbeck, til þess
hann skyldi hressa sig. Þegar hann komst inn í
herbergi sitt til vina sinna, fórnaði hann upp hönd-
um og sagði: »Nú er jeg búinn !« og var þá hinn
kátasti.
Eins og kunnugt er, var Lúter dæmdur og lýst-
ur í bann á þessum ríkisdegi. En á heimleiðinni
var hann tekinn að ráðum kjörfurstans, vinar síns,
og færður til Wartborgar, til að biða þar betri tíma.
Melankton hafði frjettir af öllu þessu og var nú
með öndina í hálsinum. Fyrst hjelt hann, að Lúter
hefði verið myrtur. En seinna komst hann að raun
um, að hann væri í vina höndum. Nú yarð Mel-
ankton að gjörast foringi hinnar nýju hreyfingar í
Wittenberg og til þess fann hann sig bresta þrótt.
5*