Aldamót - 01.01.1897, Page 68
68
Hann var maður lærðari og bókvitrari en Lúter.
En Lúter hafði miklu betra vit á mönnum. bað
var eins og hann sæi gegnum þá og gæti leitt þá
og bælt ofsann í þeim eins og hann ætlaði sjer.
Þess þurfti nú einmitt við í Wittenberg. Þar
var nú heilmikill ofsi á ferðinni um þessar mundir.
Einkurn tór Carlstadt, sá er áður var nefndur, að
láta mikið til sín taka. Hann vildi nú þegar rífa
myndirnar úr kirkjunum, láta hætta öllum sálu-
messum og ekki veita nema einstöku mönnum sakra-
meriti. Reglubræður Lúters, Agústínusarmunkarnir,
fylgdu honum i þessu að miklu leyti. Kjörfurstan-
um líkaði þetta illa og þótti of geyst farið, en leitaði
ráða til háskólans. Hann fjekk það svar aptur, að
rjettast væri að innleiða altarissakramentið aptur i
upprunalegri mynd, en liða sálumessurnar enn um
stund, vegna þeirra, sem veikir væru i trú sinni.
Kjörfurstinn áminnti um að beita hinni mestu varúð.
En það gleymdist. Hugir manna og tilfinningar voru
komnar i bál og brand. Borgarlýðurinn og stúdent-
arnir fylgdu Carlstadt. Nú átti að endurskapa allt
i einu. Ollu átti nú að ryðja burt, sem eitthvað
minnti á páfann og katólskuna. Guðsþjónustan átti
að umsteypast, klausturlífið að afnemast. Eitt sirn
var prestur með ofbeldi dreginn frá altarinu. —
Kjörfurstinn bauð að hegna uppreistarmönnunum,
en fjekk því eigi til leiðar komið, þvi borgarlýður-
inn setti sig þvert á móti. Þrátt fyrir allt fór Carl-
stadt að útdeila brauði og víni, hvað sem hver sagði,
á nýársdag 1522 og næstu sunnudaga.
Það var margt, sem gjörði þessi vandræði verri
og verri. I desembermánuði 1521 komu nokkrir
menn frá Zwickau til Wittenberg. Þeir þóttust vera