Aldamót - 01.01.1897, Page 69
09
spámenn og tala af guðlegum innblæsti, andinn
segði þeim allt, þeir þyrftu nú ekki lengur á guðs-
orði biblíunnar að halda. Barnaskírnina vildu þeir
öldungis úr gildi nema, sögðu, að börniti gætu ó-
mögulega trúað sjer til sáluhjálpar. Melankton varð
ráðalaus með þessa menn. Honum fannst þeir tala
vel. Þegar þeir sögðust hafa talað við guð og hann
hefði opinberað þeim þetta eður hitt, þorði hann
ekki að neita. Hann var á milli steins og sleggju.
»Enginn er fær um að dæma um þetta, nema Lúter«,
sagði hann Hann þráði að fá hann aptur til Witt-
enberg. »Hvert á jeg að snúa mjer í þessari neyð«.
En Lúter fjekk ekki að hreyfa sig. Kjörfurstinn
þorði ekki að láta það uppskátt, hvar hann væri
niðurkominn. Lúter skrifaði Melankton og bauð
honum að reyna andana og sagði honum, hveruig
hann skyldi að því fara. Um barnaskírnina sagði
hann skýrt og skorinort álit sitt, eius og honum var
lagið.
Betur og betur sannfærðist Melankton um, að
þetta, var trúarvingl eitt. Kirkjuna vildu þessir of-
stopamenn rífa til grunna og byggja upp nýja og
heilaga kirkju í hennar stað. Ný kynslóð átti upp
að rísa. Konur skyldu prjedika. Vísindin væru
einkisverð, andinn átti að segja mönnum allt. Ogur-
leg bylting var í vændum; enginn, óguðlegur átti að
fá að lifa. Alla presta átti að drepa.
Gamli Carlstadt fylgdi þeim í mörgu. Einkum
fjellst hann á það, að skólar og vísindi væru til
einkis. Menn fóru að tala um að láta börn sín hætta
að ganga á skóla.
Melanktorr var nú cáðalaus með öllu. Betur og
og betur sannfærðist hann um, að eina ráðið til