Aldamót - 01.01.1897, Page 70
70
lagfæringar væri það, að Lúter kæmi. Hann einn
hefði nógan andans myndugleika til að hasta á þennan
storm. En kjörfurstinn var því enn mótfallinn.
Samt sem áður, þvert ofan i bann hans. brauzt
Lúter til Wittenberg í marz 1522. Hann prjedikaði
á hverjum degi í heila víku. Storminn lægði. Bæði
spámennirnir og Carlstadt sáu þann kost beztan, að
flýta sjer burt úr borginni.
VII.
Biblíuþýðíngin. Önnur ritstörf. Landgreifinn af
Hessen. Móðir Melanktons
Meðan Lúter dvaldi í Wartborgar-kastala, tók
hann að þýða ritninguna á þýzku. Þegar hann knm
aptur til Wittenberg, bað hann Melankton að taka
þátt í því vandasama verki. Atti hann einkum að
endurskoða þýðing þá, er Lúter hafði gjört af nýja
testamentinu, meðan hatm var í Wartborg. Þetta
var eitthvert hið torveldasta starf, sem unnt var að
hugsa sjer, eins og þá var ástatt. Marga þunga
staði hafði Lúter ekki ráðið við; til þess kunni hann
ekki gríska tungu nógu vel. Melankton varpaði sjer
nú yfir þetta vandaverk af öllunt rnætti. Otal hluti
varð hann að rannsaka frá upphati. Mál og vikt,
peningagildi og siðvenju, allt þettaogótal aðra hluti
varð liann að gr;\fa upp úr djúpi gleymskunnar, til
að geta þýtt rjett og nákvæmt. Opt leituðu þeir
Lúter og hann dögum saman að þýzku orði, er átt
gæti við, og urðu ósjaldan frá að hverf'a við svo
búið í þann svipinn. Samt sem áður vannst verkið
furðu-fljótt, áhuginn og eljan unnu smámsaman bug
á örðugleikunum. Haustið 1522 var nýja testamentið
gefið út í Wittenberg. Bókin var rifln út á skömm-