Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 71
71
um tíma, Fáeinum mánuðum síðar kom út önnur
útgáta í Basel og víðar. Arið eptir um haustið kom
írakknesk þýðing út eptir Faber Stapulensis. Og
haustið 1525 ljet Tindale prenta 6000 eintökafnýja
testamentinu á ensku í Worms.
Áhritunum, sem útkoma nýja testamentisins
hafði á alþýðu manna, hefur Cochlaeus bejjt lýst;
hann var ákafur og bitur óvinur siðbótarinnar.
»Eintök af nýja testamentinu eru nú orðin svo mörg,
að undrum sætir. Skóarar, konur og alls konar
leikmenn lesa það, bera það með sjer og læra það
utanbókar. Á fáeinum mánuðum hetir fólk þetta
fengið djörfung til að deila um trúarbrögðin, ekki
einungis við katólska leikmenn, heldur við presta
og munka og jafnvel við yfirvöld og doktora í guð-
fræði. Það hefur viljað til, að lúterskir leikmenn
hafa óviðbúnir getað tilfært fleiri ritningarstaðx en
munkarnir og prestarnir sjálfir. Og Lúter hefur
þegar fyrir löngu sannfært hóp áhangenda sinna um,
að þeir skuli ekki trúa neinni kenning, sem ekki
sje að finna í heilagri ritningu. Lærðustu katólsku
guðfræðingarnir eru nú skoðaðir mestu fáfræðingar
í biblíunni af fylgismönnum Lúters, og hjer og þar
hafa leikmeun heyrzt deila við guðfræðinga i við-
urvist fjölda fólks og ásaka þá urn, að þeir prjediki
falskar kenningar og mannasetningar«.
iileðan verið var að prenta njja testamentið,
tóku þeir Lúter og Melankton að þýða hið garnla.
Kennarinn i hebresku, Aurogallus, hjálpaði þeim.
Snemma á árinu 1523 gáfu þeir út Mósesbækurnar
fimm. Árið eptir komu söguiegu bækurnar út. En
spámennirnir voru erfiðir viðfangs. Þeir fjelagar
kvörtuðu um, að torvelt væri »að láta þessa gömlu