Aldamót - 01.01.1897, Side 72
spámenn tala góða þýzku«. Og Lúter sagði, »að
Job væri eins tregur til að svara orðum sinum á
þýzku og hann hefði verið að taka huggunarorð
vina sinna til greina«. Loksins var öll biblian gefin
út á þýzku 1534. Svo torvelt var verkið. Enda
liöfðu þessir menn fleira að starfa. Biblíuþýðinguna
urðu þeir eiginlega að hafa í hjáverkum. Lengi var
verið að endurbæta þýðinguna, eptir að fyrsta útgáf-
an kom út. Síðasta útgáfan birtist 1545, gelin út af
Lúter sjálfum, og var þá þýðingin loksins fullgjör.
Þeir, sem störfuðu að biblíuþýðingunnni, voru þessir:
Lúter, Melankton, Aurogallus, Cruciger, Jónas og
Bugenhagen. Melankton sagði, að þeir skiptu verk-
inu þannig með sjer, að Bugenhagen (dr. Pomeranun)
væri málfræðingurinn; »hann ver kröptum sinum til
að skýra textann. Jeg er röklistarmaðurinn; jeg á
að sýna sambandið og flnna það, sem draga megi
út úr orðum textans eptir lögum hugsunarfræðinnar
og biblfuskýringarinnar. Jónas er mælskumaðurinn;
hann getur manna bezt heimfært textann upp á
mannlífið fagurlega og sláandi. En dr. Marteinn er
allt i öllu; þessi dásamlegi maður, sem er kjörið verk-
færi í drottins hendi, getur f ræðu og riti smogið
gegnum hjarta og merg og skilið eptir áhrif og hugg-
un orða sinna í hjörtum fólksins«.
Biblíuþýðing þessi, sem kennd hefur verið við
Lúter, er eitt af meistaraverkum mannsandans. Hún
var lögð til grundvallar við allar þýðingar, sem
gjörðar voru á aðrar tungur. Hún varð hyrningar-
steinn hinna nýrri þýzku bókmennta. Skáldið Shil-
ler las hana hvað eptir annað, til að læra að rita
þýzka tungu.
Melankton gaf út margar biblíuskýringar. Arið