Aldamót - 01.01.1897, Qupperneq 74
u
á aumingja Melankton, sem aldrei var sjerlega hug-
aður. Hann ætlar þá að stiga af hesti, en greiflnn
varnar honum þess og býður honum að gista hjá
sjer um nóttina; hann þurfi ekkert að óttast. »Af
yðar hálfu hefi jeg ekkert að óttast«, svaraði Mel-
ankton, »enda er minnst um mig vert«. »Segðu það
ekki«, mælti iandgreifinn og brosti, »en ef jeg seldi
þig Campeggi á vaid? Honum tnundi ekki þykja
fyrir því«. Þeir fylgdust að um stund og töluðu um
kirkjumál. Aður þeir skildust, varð Melankton að
lofa að senda honum ágrip af kenningum Lúters,
þegar hann kæmi heim aptur til Wittenberg. Þetta
loforð efndi hann. Og hvernig hann hefir leyst það
af hendi, má ráða af því, að ekki sjerlega löngu
seinna, þegar snemma næsta ár, lýsti landgreifinn
yfir því, að hann gengi í flokk siðbótarmanna.
Móðir Melanktons vissi ekkert af ferðum hans,
fyrr en hann kom, og varð henni svo bilt við, að
hún nærri fjell í ómegin. Hún var hálfóánægð við
son sinn fyrir tvennt. Fyrst átti hún bágt með að
fyrirgefa honum, að hann hafði gengið að eiga stúlku
frá Wittenberg, í stað þeirrar, sem hún hafði ætlað
honum í Bretten. Og í öðru lagi þótti henni, að
hann hafa tekið of tuikinn þátt í þessum kirkjulegu
deilum, sem voru henni mjög á móti skapi. Hún
var katólsk til dauðadags. Reyndi Melankton ekk-
ert til að telja henni hughvarf, en sagði henni að
halda áfram með bænir sínar til drottins, eins og
hún ávallt hefði gjört. Ur þessu hafa katólskir menn
smíðað þá lygasögu um Melankton, aö hann hafi
sagt við móður sína, rjett áður en haun ljezt, að það
gæti verið gott og vel að vera mótmælandi i lifinu,
en í dauðanum væri bezt að vera katólskur. — Þeir