Aldamót - 01.01.1897, Page 77
77
Siðbótinni hefur opt verið kennt um þessa
bænda-uppreist; en síðustu söguriturum kemur sam-
an um, að engin söguleg skilríki sjeu til þeirri stað-
hæfing til sönnunar. Henni var hrundið af stað af
öflum, sem starfandi höfðu verið meðal hinnar kúg-
uðu bændastjettar um langan aldur. Styrjöld þessi
mundi hafa brotizt út, þótt siðbótarhreyfingin hefði
ekkert látið á sjer bera. Aptur er hægt að segja
með meira sanni, að hvorki hafi Lúter nje Melank-
ton skilið þessa frelsishreyfing bændastjettarinnar til
fulls. »Því eins og hinir lærðu menn viðreisnartíma-
bilsins börðust fyrir frelsi vísindanna gegn skóla-
spekinni og eins og menn siðbótarinnar börðust fyr-
ir frelsi einstaklingsins í sáluhjálparefnum gegn of-
ríki kirkjunnar, eins voru það hin almennu mann-
rjettindi, sem bændurnir tóku til vopna fyrir«. En
bændahrevfingin ienti þegar út í svo miklar öfgar
og ógöngur, að það var full vorkunn, þótt þeir kæmu
ekki auga á þetta samband. Það er líka aldrei
unnt að gjöra allt í einu, enda mjög miklar likur
til að siðbótarhreyfingin hefði sjálf kafnað í fæðing-
unni, ef hún hefði blandazt pólitik. Svo að varlega er
í það farandi að deila á leiðtoga siðbótarinnar fyrir
að taka eins í strenginn og þeir gjörðu, þótt vjer
hljótum að óska, að þeir hefðu gjört það nokkuð
vægilegar. En tfmarnir höfðu það i för með sjer.
Það var engin silkivetlingaöld.
A meðan þessi bændastyrjöld stóð yfir, ljezt
Friðrik hinn vitri, kjörfursti á Saxlandi (5. maí 1525).
Var fráfall hans þeim Lúter og Melankton til mik-
illar áhyggju og sorgar, því hann var einn af mátt-
arstólpum siðbótarinnar og hinn merkasti maður i
öllu. Tók bróðir hans, Jóhann hinn staðfasti, nú við