Aldamót - 01.01.1897, Page 80
80
voru óánægðir. Sumum þótti Melankton of
mildur f garð páfakirkjunnar og álitu hann
katólskan f hjarta sínu. Oðrum (Agricola) fannst
hann ekki kenna rjett um apturhvarfið og álitu
það hróplega synd að kenna lógmálið. Agricola
gekk svo langt, að hann sagði að Móses ætti að
hengjast í gálga.
Það hefur áður verið leitazt við sýna fram á, að
Melankton hafi verið sá, sem lagði fyrsta grundvöll-
inn fyrir guðfræðisleg vísindi í evangelisku kirkj-
unni. En hann ljet ekki þar staðar numið. Hann
umsteypti skólafyrirkomulaginu á Þýzkalandi, kom
á þeirri bekkjaskipun i latínuskólunum, sem síðan
hefur haldizt, og sagði fvrir, hvað kenna skyldi í
hverjum bekk. Hann lagði aðaláherzluna á gömlu
málin sem menntunarlind við hlið trúarbragðanna.
En því hjelt hann mjög sterklega fram, að almenn
menntun og sannur kristindómur yrðu að haldast í
hendur við hverja skólastofnun. Þýzkaland er mesta
skólaland i heimi. Sem vísindamenn standa Þjóð-
verjar öllum framar. Það er Melankton, sem kom
skólafyrirkomulaginu á Þýzkalandi í þetta horf og
lagt hefur grundvöllinn til vísindalegrar frægðar
þjóðar sinnar. En allar prótestantisku þjóðirnar
hafa tekið Þýzkaland til fyrirmyndar í skólamálum
sinun.. Það má svo að orði komast, að hin æðri
menntun standi þann dag í dag á þeim grundvelli,
sem Melankton lagði, og skólafyrirkomulagið allt sje
að mestu leyti enn eptir hans fyrirsögn, þótt mörgu
hafi breytt verið og miklu aukið við.
Melankton hefur í mannkynssögunni fengið heið-
ursnafnið: Praeceptor Germaniae, kennari Þýzkalands.
Og hann á það nafn fulikomlega skilið. Því allar