Aldamót - 01.01.1897, Page 82
82
frelsara, en ekki hlutdeild í honura nærverandi.
Um hið sama töluðu þeir Lúter og Oecolampadius í
öðru herbergi, og varð nákvæmlega hið sama uppi
á teningnum hjá þeim.
Opinberar umræður hófust daginn eptir (2. okt.
1529). Þar var heill hópur guðfræðinga og land-
greifinn sjálfur með ráð sitt og hirð. Aheyrendurn-
ir sátu á bekkjum hringinn í kring í salnum. En
kringum dálítið borð sátu þeir Lúter og Melankton,
Zwingli og Oecolampadius út af fyrir sig. í tvo
daga var haldið áfram, án þess saman gengi. Til-
ganginum varð því ekki náð. Menn urðu að skilja
við svo búið. Það voru tvær ólíkar andans stefnur,
sem þarna mættust. Og þegar Lúter skildist við
þá, Svisslendingana, sagði hann: »Þjer hafið annan
anda en vjer«.
X.
Rikisþingið i Ágsborg 1530.
Nú erum vjer komnir fram að merkisári sið-
bótarinnar. Og það er ekki síður merkisár í ævi-
sögu Melanktons. Árið 1530 er sigurár siðbótarinn-
ar. Og í orustu þeirri, er siðbótin háði þetta ár,
var Melankton hershöfðinginn.
Karl keisari V. hafði unnið sigur yfir Tyrkjum,
gjört friðarsamning við konunginn á Frakklandi og
sætzt við páfann. Hann hafði nú tóm til að hugsa
um trúardeilur þær, sem risið höfðu upp í ríki
hans. Hann kveður því til rikisþings í Ágsborg, er
koma skyldi saman 8. apríl 1530. í þingboðinu
lofaði hann öllu fögru. Báðir málsaðilar skyldu
leggja þar fram gögn sín og verjur og skyldi svo
hlutdrægnislaust skorið úr ágreiningnum. En ekki