Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 83
83
þoröu menn siðbótarinnar að byggja mikið á þess-
um loforðum.
14. marz bauð kjörfurstinn á Saxlandi, Jóhann
hinn staðfasti, þeim Lúter, Melankton, Jónasi og
Bugenhagen að semja skjal, er leggja skyldi fyrir
rikisþingið, þar sem gjörð væri grein fyrir kenning-
um þeim og kirkjusiðum, er deilt væri um. Viku
seinna áttu allir þessir guðfræðingar, nema Bugen-
hagen, að koma með skjal þetta til Torgati og
verða kjörfustanum samferða þaðan til Agsborgar.
Þótt tíminn væri naumur, var þetta gjört, og studd-
ust þeir við greinar, sem samdar höfðu verið áður,
bæði á samtalsfundinum í Marborg og i Schwabach.
Kjörfurstinn lýsti yfir ánægju sinni með skjal þetta,
sem kallað var Torgau greinarnar, og fól hann
Melankton að laga búninginn og rita formála.
Að þessu búnu hjelt kjörfurstinn, guðfræðing-
arnir og riddarasveit, er í voru 160 manna, af stað
til Agsborgar 3. apríl. Þeir námu staðar í Coburg,
skammt frá landamærum kjörfurstans. Lengra þorðu
þeir ekki að fara með Lúter. Hann var enn í
banni páfans og keisarans. Ef hann hefði farið alla
leið til Agsborgar, hefði hann að líkindum átt bráð-
an bana vísan. Allt hatrið bitnaðí á honum, og
keisarinn hafði neitað að ábyrgjast líf hans. Eu
hjer við landamærin í kastala hertogans í Coburg
gat hann verið óhultur og fengið fljótar fregnir af
því, sem við bar. Nú varð Melankton að taka við
allri f'orustu og vera fulltrúi hins lúterska málefnis
á ríkisþinginu.
Kjörf'urstinn kom með f'ylgd sína til Agsborgar
2. raaí. Melankton hafði á leiðinni varið hverri
tómstund til að semja játning þá, er leggja átti
6*