Aldamót - 01.01.1897, Síða 84
84
fram á ríkisþinginu. Og nú hjelt hann þvi starfi
áfram af öllum mætti, þvi enn var keisarinn ókom-
inn og margt annað stórmenni, sem væntanlegt var.
Hugsanirnar voru allar frá Lúter, en nú átti Mel-
ankton að klæða þær í eins góðan búning og fram-
ast mátti verða, og til þess var hann allra manna
hæfastur. 11. maf hafði hann iokið þessu vanda-
sama verki. Sendi hann þá gagngjört til Lúters,
til að bera verkið undir hans dóm. Lúter svaraði:
— »Jeg er vel ánægður með þetta og finn ekkert,
sem jeg geti endurbætt eða breytt; það dygði held-
ur ekki fyrir mig að reyna það, þvi jeg get ekki
stigið svona Ijett. Guð gefi, að þetta beri inikinn og
margfaldan ávöxt, eins og við vonum og biðjum,
Amen«.
En ekki var Melankton ánægður með verk sitt
enn. Hann tók hvert orð fyrir að nýju bæði í
þýzka og latneska textanum og velti fyrir sjer,
hvort ekki mætti breyta. Honum kom opt ekki
dúr á auga tímunum saman og talaði opt um vanda
þann, sem á honum hvíldi, með tárin í augunum.
22. maf var játningin enn búin að fá aðra mynd
hjá honum og var hún þá aptur send Lúter. Samt
sem áður var Melankton engan veginn ánægður.
Hann hjelt enn áfram að laga og endurbæta. Og f
þriðja sinni sendi hann Lúter ritið til yfirlestrar í
þess endilegu og núverandi mynd.
Þegar keisarinn loksins kom, heimtaði hann að
hinir lútersku prestar liættu að prjedika þar í borg-
inni, þangað til búið væri að gjöra út um þessi mál.
Kjörfurstinn spurði Melankton til ráða. Hann rjeð
til að beygja sig eptir vilja keisarans En mjög
var mönnnm það á móti skapi. Niðurstaðan varð,