Aldamót - 01.01.1897, Síða 85
85
að enginn prestur skyldi prjedika i Agsborg, meðan
þingið stæði yfir, nema samkvæmt skipun keis-
arans.
Þingið var sett 20. júni. Mál þau, er þingið
skyldi taka til meðferðar, voru ófriðurinn við Tyrki
og trúarbragðadeilurnar. Lýsti keisarinn yfir því,
að allt hefði betur farið, ef ákvæðum rikisþingsins
í Worms hefði verið hlýtt. Þótti flokksmönnum
Lúters sú yfirlýsing eigi góðs viti. Melankton var
kvíðafullur, óttaðist jafnvel bardaga og blóðsút-
hellingar. Hann hugsaði sjer því að gjöra sitt til
að koma á sátt og samlyndi. En þær tilraunir hans
urðu honum ekki til mikils heiðurs.
Einn af skrifurum keisarans, Valdez að nafni,
leitaðist við að komast að leynilegum samningum
um ágreiningsefnin við Melankton. Virðist Melank-
ton ekki hafa grunað, að nú ætti að beita hann
brögðum, og gjörði því eins litið úr því, sem milli
bar, og honum var unnt. Var þá farið fram á, að
hann ritaði upp þau fáu ágreiningsatriði, sem eptir
voru, og svo yrðu þau borin undir keisarann, en
allt skyldi þetta gjört á laun. Kjörfurstinn komst
að þessu og skipaði Melankton að hætta slíkri
heimsku. En allt mun þetta hafa gjört verið að
undirlögðu ráði af hálfu katólsku höfðingjanna.
Þegar tilraun þessi strandaði, skipaði keisarinn
kjörfustanum og fylgismönnum hans að leggja fram
játningu sína föstudaginn 24. júlí Þetta kom öllum
á óvart og fyrr en nokkurn varði. Játningin hafði
enn ekki verið hreinrituð. Þá var beðið um eins
dags frest, en þvi var neitað. í óskapa flýti var
þýzki textinn hreinritaður og inngangurinn saminn.
Latneski textinn var til einungis með hendi Melank-