Aldamót - 01.01.1897, Síða 87
leyst 1 dag«. Ura leið og dr. Brueck afhendi játn-
inguna, sagði hann: »Með hjálp guðs og drottins
vors Jesú Krists skulu ekki hlið helvítis sigrast á
þessari játningu að eilifu!«
Ágsborgarjátningin er í tveim pörtura. Fyrri
parturinn er um helztu atriði trúarinnar, í 21 grein.
Síðari parturinn er ura ósiði þá, er leiðrjettir hafa
verið, og er hann i 7 greinura. 011 ber játningin
stimpilinn af anda Melanktons. Hún er hógvær og
stillileg, eins og hann. Hún er friðsöm eins og hann,
— leitast við að semja trið, en koma í veg fyrir
ófrið, ef unnt væri. Hún forðast að meiða tilfinn-
ingar raótstöðumannanna og minnist þeirra meö
mestu hlífð. Hún ber á sjer öll merki hins sanna
kristindóms og ber það með sjer, að hún er barn
margra bæna. Hún kemur ekki með neinar nýj-
ungar, heldur með kirkjunnar gamla gull, hreint og
fágað. Hún er blátt áfram; trúarinnar barnslega
einfeldni kemur f'ram í hverri setningu. Og þó er
öllum reglum hugsunarfræðinnar fylgt mjög strang-
lega. Hún ýmist laðar mann eða þrýstir manni til
að sannfærast. Það er rit, sem að öllum líkindum
lifir, meðan heimurinn stendur, við hlið hinna almennu
játningarrita kirkjunnar. Og það var engiun maður
til, sem var þess um korainn að semja þessa játn-
ingu, nerna Melankton einn.
Þarna var ekki tekin fram sannfæring eða skoð-
un eins manns að eins, heldur trúarleg sannfæring
þúsunda. Þarna voru töluð orð, sem lengi höfðu
legið bundin í hjörtunum, en ekki fengið lausn, —
orð, sem ekki höfðu að eins gildi fyrir árið, sem
var að liða, heldur fyrir allar aldir. Trú þeirra
manna, sem báru þessa játning fram, varð sterkari