Aldamót - 01.01.1897, Page 89
inguna á ítölsku og spánversku. I svari sínu sagð-
ist hann nákvæmlega skyldi hugsa þetta þýðingar-
mikla mál og mæltist til að játningin yrði ekki
prentuð. En brátt komu ekki færri en 7 meira og
minna gallaðar útgáfur af henni á prent, algjörlega
heimildarlaust. Og Ijet þá Melankton prenta Ágs-
borgarjátninguna bæði á þýzku og latinu, meðan á
þinginu stóð.
Keisarinn ráðfærði sig nú við páfatrúarflokkinn.
Hinir gætnustu ráðlögðu honum, að fá óvilhalla
menn til að segja álit sitt um þetta játningarrit.
Aðrir rjeðu honum til að endurnýja fyrirskipanir
þær, er gjörðar voru i Worms. Þriðji flokkurinn
rjeð til, að samið væri annað rit til að hrekja þetta.
Varð hann hlutskarpastur. Og kvaddi keisarinn
nokkra hinna áköfustti katólsku guðfræðinga til að
leysa það starf af hendi.
I sex vikur unnu þeir baki brotnu. Á meðan
var Melankton í öngum sínum, og ekki voru menn
ánægðir með, hvernig hann bar sig. Dag og nótt
var hann að hugsa um samkomulag. Það var eins
og einhver illur andi hvíslaði því að honum, að allt
væri ónýtt, ef ekki kæmist á sátt og samlyndi.
Hjer kom það fram, hve ólíkir menn þeir voru,
Lúter og Melankton. Lúter efaðist aldrei um sigur.
Melankton nötraði og skalf milli ótta og vonar. Svo
fór hann að gjöra sifelldar sáttatilraunir, sem á end-
anum urðu honum allar til minnkunar.
í angistinni gleymdi hann að skrifa Lúter, þang-
að til honum mislíkaði. Þá flýtti Melankton sjer að
bæta úr því. Lúter skrifaði honum aptur á þessa
leið: »Mjer er illa við hina miklu angist, sem þú
skrifar mjer um og er að tauga þig út. Að hún