Aldamót - 01.01.1897, Page 91
91
játningu sína, tók hann fúslega siðara kostinn. —
Sendiherra páfans, Campeggi, náði honum eitt sinn
í hóp beiskustu óvina hans og hótaði honum reiði
keisarans og hinna voldugustu höfðingja, ef hann
slakaði ekki til. Þá svaraði hann: »Við getum ekki
slakað til, eða sýnt sannleikanum ótrúmennsku«.
Þegar Campeggi hjelt áfram að hella yfir hann alls
konar hótunum, sagði hann; »Vjer felum drottni
vorum málefni vort. Ef guð er með oss, hver er
þá á móti oss? Komi svo að lokurn, hvað koma vill,
gæfa eður ógæfa; vjer verðum að þoia það«.
En aumast var, að rjett á eptir þessu gat Mel-
ankton fengið sig til að rita Campeggi mjög auð-
mjúkt brjef. Sagði hann honum þar, að fiokksmenn
Lúters mundu gjörast auðmjúkir þjónar páfans, ef
þeim yrði ekki hrundið út úr kirkjtmni fyrir afnám
fáeinna ósiða. En kardínálinn Ijet hanrt vita, að hann
yrði að fara eptir vilja katólsku höfðingjanna í þessu
efni. Svo Melankton hafði ekkert annað upp úr þess-
ari tilraun sinni en enn meiri sálarkvalir. Því kar-
dínálinn sá um, að brjefið yrði kunnugt, og Melank-
ton fann vel, að hann hafði linekkt virðingu sinni
stórum.
Loksins höfðu katólsku guðfræðingarnir lokið
starfi sínu. Hrakningarrit (Confutatio) þeirra var nú
samið. Með tyrsta uppkastið hafði keisaiinn samt
gjört þa apturreka; svo var það stóryrt og ofstopa-
fullt. Það var lesið upp 3. ágúst. Það var fullt af
ósönnum staðhæfingum og barnalegri rökfærslu. Þeg-
ar það hafði verið lesið, gaf keisarinn fiokksmönn-
uni Lúters að skilja, að nú yrðu þeir að láta af
villu sins vegar og hverfa aptur í skaut hinnar hei-
lögu katólsku kirkju, þar sem allar ákærur þeirra