Aldamót - 01.01.1897, Side 92
92
hefðu hraktar verið. Ef þeir nú þrjózkuðust, vrði
hann að taka til sinna ráða. Þá fór nú heldur að
að dimma í lopti.
Keisarinn vildi nú heizt grípa til vopna. En ó-
eining mikil átti sjer stað milli katólskra höfðingja;
sýndist sirium hvað, svo að keisarinn fjekk engu fram
komið. Loksins komu katólskir höfðingjar og bisk-
upar fram með friðarboð. Melankton lagði heldur til
að þeim væri tekið. En lútersku höfðingjunum
sýndist annað og kváðust ekki víkja frá sannfæringu
sinni. Tvær tilraunir voru enn gjörðar tii sætta,
báðar jafn-árangurslausar. Melankton fór að verða
fastari fyrir, eptir því sem á leið. Hann fór þá að
þekkja mennina, sem hann átti við, og skilja það,
sem Lúter skildi þegar í upphafi, að þeim var um
að gjöra að fá sitt f'ram í einu og öllu, og þess vegna
urðu þeir eptir því verri viðureignar, sem mannúð-
legar var við þá átt. En aðalástæðan fyrir hinni
ístöðulitlu frammistöðu Melanktons var sú, hve ó-
fær hann var að dæma um þá menn, sem hann átti
i höggi við. Eins skarpskygn spekingur eins og
liann var, var hann þó hálf'biindur á því auganu,
sem til mannanna sneri.
Loksins lýsti keisarinn yfir því, að þar sem
fylgismenn Lúters hef'ðu verið hraktir með guðspjöll-
unum ogöðrum ritum, vildi hanngef'aþeim frest þang-
að til 15. apríl næsta ár til að ákveða, hvort þeir viidu
beygja sig f'yrir úrskurði hans og páf'ans. A þessum
tíma skyldu þeir ekki leitast við að vinna neinn á sitt
mál, nje heldur gefa út nein ný rit um kenningar
sínar.
Þá reis Brueck kanzlari á fætur og lýsti því yf-
ir af hálfu lúterskra manna, að það væri langt frá