Aldamót - 01.01.1897, Page 93
9?
þvi að þeir þættust vera hraktir raeð riti því, er lesið
hefði verið upp á þinginu af katólskum mönnum, —
og að þeir hefðu þegar á reiðum höndum annað rit
til varnar Agsborgarjátningunni, sem þeir bæðu nú
um leyíi til að leggja fram. Þetta var hin svonefnda
»Vörn Agsborgarjátningarinnar«. Dagana milli 12.
og 20. september hafði Melankton ritað þetta verk.
En þar sem hann hafði ekki við höndina hina svo
nefndu hrakning (Confutatio) í heilu lagi, heldur að
eins það, er vinur hans, Camerarius, hafði ritað hjá
sjer um leið og hún var lesin upp, ritaði Melankton
þetta merkilega rit upp aptur frá því í nóvember
1530 og þangað til i apríl 1531; hafði hann þá út-
vegað sjer hrakninguna til hliðsjónar. Þetta nýja
rit samdi Melankton á latínu, en Justus Jonasþýddi
það á þýzku. Það var einnig gjört að játningarriti
lútersku kirkjunnar og er ef til vill hið lærðasta og
djúpsettasta af þeim öllum.
Keisarinn neitaði að veita vörn Melanktons við-
töku, og var þá um leið öllum trúarbragðasamning-
um lokið. 23. september fór kjörfurstinn og Melank-
ton og hinir aðrir guðfræðingar alfarnir frá Ágsborg
og fundu Lúter i Kóburg, sem beið þar óþreyjufull-
ur eptir þeim. Var hann þó hinn ánægðasti yfir
því, hvernig gengið hafði.
19. nóvember var fullnaðarúrskurður ríkisþings-
ins gefinn út. Allar kenningar Lúters voru fyrir-
dæmdar að svo miklu leyti sem þær voruekki í sam-
ræmi við kenningar og siðvenjur katólsku kirkjunnar.
011 sú nýbreytni, sem gjörð hafði verið í kirkjunni,
skyldi afnumin, og allt látið vera i gamla horfinu.
Það kom hjer fram sem optar, að málefni sann-
leikans vinnur sigur með þvf að biða ósigur. Mann-