Aldamót - 01.01.1897, Síða 94
94
kynsfrelsarinn ljet líf sitt á krossinum, en dró
hjörtu mannanna til sín, meðan óvinirnir hrósuðu
happi. Siðbótin beið ósigur á rikisþinginu í Agsborg
á þann hátt, að því var rneð keisaralegu valdboði
lýst yfir, að hún ætti engan rjett á sjer. En hún
vann sigur á þann hátt, að þessi keisaralega yfir-
lýsing varð algjörlega afllaus og dauður bókstafur, og
öllum hugsandi mönnum varð það nú ljóst, að sið-
bótin var andlegt afl í fyrstu röð, sem hafði tekið sjer
ævarandi bólfestu í mannkynssögunni. Afi þetta
var hvorki meðfæri páfans nje keisararis, því það
var frá guði. Þótt þeir segðu þvi að fara burt og
lýstu það í bann, hafði það litla þýðingu, því drott-
inn almáttugur sagði því að vera kyrru til blessun-
ar fyrir útbreiðslu og efling ríkis síns hjer á jörð-
unni.
XI.
Melankton átti enn eptir óO ár ólifuð. Hann
ljezt 1560, 63 ára gamall. En þau 30 ár, -sem nú
voru eptir af lífi hans, voru honum að mjög miklu
leyti armæðu- og rauna-ár. Honurn var aldrei trú-
að eins vel af eigin flokksmönnum sínum eptir rík-
isþingið í Agsborg eins og áður. Enda verður því ekki
neitað, að hann gjörði sig hvað eptir annað sekan í
hinu sama kjarkleysi og þar hafði komið fram, ekki
sízt eptir dauða Lúters, þegar hann mátti ekki leng-
ur styðja sig við hans sterka arm. Sál hans elsk-
aði friðinn. Hann var friðarboginn á skrugguhimni
aldarinnar. En hann elskaði eflaust friðinn um of. Opt
var eins og hann vildi allt tii vinna, að friður mætti
haldast. En öldin hans var hin mesta ófriðaröld.
Það var líka eins og sumir af lútersku guðfræðing-